Jæja, núna ætla ég að reyna að lýsa hestaferðinni sem ég fór í í sumar. Þessi ferð tók átta daga og var bara snilld í alla staði. Ég ætla að reyna að lísa hverjum degi fyrir sig í stuttu máli en þó reyna auðvitað að segja frá því helsta sem gerðist.
Dagur 1. Urriðafoss – Gunnarsholt. Ca. 25 km.
Þessi ferð hófst með því að við pabbi minn ætluðum að fara ríðandi frá Urriðafossi og í Gunnarsholt. Vorum tilbúnir með sex hesta og ætluðum að fara að leggja af stað en þá var hringt í pabba mog honum sagt að tveir menn og einn strákur (ferðafélagar auðvitað) voru rétt að komast í Urriðafoss með rekstur og við ákváðum auðvitað að slást í för með þeim, dauðfegnir með að þurfa ekki að vera með teymingahross. En það fór nú þannig að okkar hestar ætluðu sko ekki með í þessa ferð. Um leið og var rekið út úr réttinni þá var snúið við heim og var bara meiri háttar mál að fara í veg fyrir þá en svo hófst það nú að lokum en þeir voru í fýlu og voru alltaf að reyna að beygja inn hina og þessa afleggjara. Þegar komið var á Hellu þá fengju einhverjir sér smá nesti, en svo kom í ljós að brún hryssa sem ég var með hafði helst, ég var tiltölulega verið ný búinn að ríða henni. Hún hafði ábyggilega stigið bara á stein eða eitthvað. En svo var komið í Gunnarsholt og hrossin geymd þar í tvær nætur. Þetta gerðist á fimmtudegi en ferðin sjálf átti að hefjast á laugardegi.
Dagur 2. Gunnarsholt – Syðsta Mörk. Ca. 38 km.
Þessi dagur hófst eins og allir dagar (mismunandi náttla eftir staðsetningu) að það var auðvitað byrjað á því að koma sér upp í Gunnarsholt. Fáir voru komnir en þegar allir voru komnir þá var farið að sækja hrossin, einhversstaðar á milli 80 – 90 stykki. Ríðandi menn voru 20 en allur hópurinn samanstóð af 24 mannlegu fólki. Riðið var svo af stað upp úr hádegi og voru mikil læti í hrossunum og fjörið og þurfti því að ríða af stað í spretti þó svo að það sé ekki það sem maður vill svona í fyrstu lotu. En þennan dag var farið í gegnum Fljótshlíðina, yfir Markarfljótsbrúna löngu og mjóu. En rétt áður en það var þá vorum við á leiðinni í gegnum eitt hólf þar sem áttu víst að vera einhver laus tryppi í. Við reyndar urðum aldrei varir við tryppin fyrr en við vorum komin með hrossahópinn lengst inn í hólf. Þá allt í einu sáum við hvar tryppin komu sprettandi í áttina að hópnum okkar og þá þurfti auðvitað einhverjir að taka sig út úr hópnum og reka þau burt. Ég bauðst til þess og tveir aðrir og við hleyptum og riðum í spretti þvers og kruss fyrir þau og á eftir þeim og lékum á alls oddi. Þanngað til ég var á eftir þeim og sá allt í einu rétt fyrir framan hestinn minn, girðingardræsu falda í grasinu, ég ætlaði að sveigja hestinum frá og hægja á honum en það tókst ekki á tilsettum tíma þannig að kallinn minn (Spegill) reið í girðingardræsuna og festist í henni, reif hana upp úr jörðinni og dró hana með sér, en sem betur fer þetta er þetta alveg úber taugasterkur hestur þannig að hann trylltist ekki og hlíddi mér (næstum, ætlaði reyndar ekki að stöðva strax en hljóp ekki af stað). Svo þegar við vorum komin á síðast stoppi stöð þá ákvað ég að skoða fótinn á hestinum (dræsan losnaði þarna einhverstaðar á leiðinni) og þá sá ég að það hafð komið ljótt sár og klárinn hafði skorið úr fótnum svona smá flipa sem blæddi úr. En þegar var komið í Syðstu Mörk þá byrjaði ég auðvitað á því að spreyja á hann svona bláspreyji og sjá hvernig hann yrði daginn eftir.
Dagur 3. Syðsta Mörk – Þórsmörk. Ca. 20 km.
Þessi dagur var mjög góður, fengum gott veður og allt eftir því. Lítið að segja í raun frá þessum degi nema þegar við vorum að fara yfir Krossá (á leið inn í Húsadal) þá var strákur fremstur í hópnum, ég pabbi, strákurinn og ein kona. Ekki datt okkur þetta í hug sem átti eftir að gerast en allt í einu tókum við eftir því hvernig stráksi lét sig vaða út í Krossá á versta stað, og þá er ég ekki að tala um á feti heldur af brokki, hesturinn stoppaði ofaní ánni en hélt svo áfram. Við hin auðvitað mjög skellkuð því það var soldið mikið í ánni. En stráksi komst yfir og við ákváðum þá bara að fara á eftir honum og allt gekk vel, mikill straumur og við komum upp úr ánni á allt öðrum stað heldur en við fórum yfir hana, einhverjum 5 – 10 metrum neðar eða eitthvað. En svo komu lausu hrossin og fóru yfir á allt öðrum stað, treystu sér ekki til þess að fara þar sem við fórum og þá er alltaf sagt að hross viti hvar óhætt er að fara yfir. Það voru þrír trússar með og það var einn á stórum hvítum Ford trukk, sá eini sem ætaði yfir, en það fór þannig að bílinn stoppaði á bakkanum hinum megin og komst ekki lengra, en sem betur fer var förubíll sem er notaður til þess að ferja fólk yfir þegar mikið er í ánni eða eitthvað svona sem gerist sem dró hann upp úr þannig að þetta fór allt vel. Þangað til við komum í Húsadal og fórum að skimast um eftir heyji, en hvað þá, jú, ekkert hey, nema ein grútmygluð rúlla. Þetta reyndar reddaðist um kvöldið og allt fór vel. Gleymdi reyndar að taka það fram að þarna vorum við einungis með rétt um 60 hross því við skildum þo nokkur hross eftir í Sy-Mörk. Áttum eftir að gista þar aftur eina nótt. Og skili ég þá auðvitað Brúnku (Djörf) eftir og hann Spegil, þannig að ég var bara með 3 hross.
Dagur 4. Þórsmörk – Þórsmörk. Ca. ? km.
Þessi dagur var bara farið í útreiðartúr um Þórsmörk, fórum einhesta ríðandi í Bása og lengs þar inn í dalinn, yfir á og stoppuðum þar. Eftir nokkrar mínútur komu túristar og voru að reyna að komast yfir ána þannig að ég og pabbi ákváðum að ferja þá yfir, þetta voru þrjár ferðir fram og tilbaka. Svo riðum við heim í rólegheitum, en ekki annað hægt en að fara rólega því vegurinn var satt best að segja eitt grjót.
Dagur 5. Þórsmörk – Syðsta Mörk. Ca. 20 km.
Þessi ferð var nú nákvæmlega alveg eins nánast eins og á Degi 3. Nema bara í hina áttina og hrossin voru reyndar orðin soldið sárfætt vegna slæms vegar.
Dagur 6. Syðsta Mörk – Mosar. Ca. 45 km.
Þessi dagur var mjög góður og þarna voru öll hrossin auðvitað öll tekin, Spegill óhalltur og Djörf líka. Það var riðið og riðið og riðið og riðið. Allt gekk vel. Síðustu 10 km. Fengum við rigningu og einhverjir urði blautir. Lengsti áfanginn í þessari ferð var 14 km. Samfleytt, hvergi hægt að stoppa á þeirri leið. Húsið sem við vorum tekur 20 mannst í rúm. Þannig aðég bauðst til þess að sofa bara á gólfinu, enda nóg af auka dýnum. Hitinn úti var ekki nema 5° C. Svo tókum við eftir því þegar við vorum komin í hús og búin að hvíla okkur að það hafði snjóað í Tindafjöllin um mitt sumar.
Dagur 7. Mosar – Landmanna Hellir. Ca. 60 km.
Þetta var lengsta og erfiðasta dagleiðin, 60 km. Leiðin var erfið fyrir hrossin og okkur, mikið upp á móti og vorum við mest í 1.000 metra hæð ca. Þegar við fórum yfir Pokahrygginn. Þar efst uppí lentum við í slyddu hagléli sem var ekkert allt of þæginlegt og þurftum að ríða yfir marga rosalega snjóskafla sem hverfa víst nánast aldrei yfir sumarið. Í Landmanna helli var góð aðstaða, ég var snöggur að ná mér í rúmpláss og var orðinn allsvakalega lúinn.
Dagur 8. Landmanna Hellir – Galtalækur. Ca. 50 – 55 km.
Þegar við lögðum á stað fót í eftir því að hesturinn sem ég var á var lítillega halltur, sá þriðji sem heltist hjá mér í þessari ferð. En þetta var nú svo lítið að hesturinn lét sig vaða áfram galvaskur þangað til við stoppuðum og skiptum um hest. Það er í raun frá litlu að segja þessa síðustu daga nema það aðsíðustu 14 km. Lentum við í slagveðurs rigningu.
Húsið sem við fengum í Galtalæk var mjög lítið og ekki nærri nógu mikið pláss fyrir alla en þar sem fólkið í Galtalæk var meira en lítið yndislegt leyfðu þau fólki að sofa inni í sínu húi og fara í sturtu og svona. Þetta gerði ég með glöðu geði nema ég gisti ekki í þeirra heimahúsi. Um kvöldið buðu þau okkur svo (öllum hópnum) inn í kaffi og þar var mjög gaman, það var sungið og trallað og haft mjög gaman, lagið „Rósin“ var ofsungið en það varð bara að hafa það.
Dagur 9. Galtalækur – Urriðafoss. Ca. 50 – 55 km.
Þennan dag fór fólk smám saman að taka sig út úr hópnum og keyra heim, enda misjafnt hvaðan fólkið er, ein kona frá Kjalarnesinu og svona. En við riðum auðvitað heim með rekstur ásamt fleira fólki.
Hestarnir sem ég reið í ferðinni munu vera Spegill, Prins, Djörf, Penni og Snarri. Tveir síðastnefndu voru lánshestar frá manninum sem ég var hjá í Sumar í vinnu, S.s. frá Birni í Vorsabæ II á Skeiðum. Þessir hestar stóðu sig með stakri prýði þó svo að þetta hafi verið þeirra fyrsta ferð.
Ég á því miður engar myndir enþá úr þessari ferð en ég ætti að fá alveg heilann helling af myndum núna í lok óktóber því það verður haldin myndasýning í Flatey þá og þá fáum við líka diska með fullt af myndum því það var atvinnuljósmyndari með í för… fáum líka myndband.
En ef þið komist yfir að að lesa þetta allt þá þakka ég fyrir lesninguna.
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)