Þegar ég var í grunnskóla var ég í sveitaskóla. Þegar ég var svo í 7 bekk minnir mig var prufað í fyrsta skiftið að fara í Hestaferðalag. Fórum í Júní eða Júlí.
Þetta var 3 daga ferð og máttum við annað hvort taka okkar eigin hesta eða þeir sem ekki áttu hesta eða gátu ekki komið með þá gátu leigt hesta. Og þeir sem ekki treystu sér á bak gátu verið bara í bíl sem var með okkur.
Við tókum með okkur tjöld og riðum eitthverjar svaka skemmtilegar leiðir. (man ekkert hvert við fórum ehe) Alltaf var samt bíll með okkur sem keyrði þá sem ekki treystu sér á bak eða voru orðnir þreyttir.
Komum svo á áningarstað, eitthvern sveitabæ þar sem við tjölduðum Sumir sváfu reyndar í húsinu.
Endaði samt með því að flestir fóru í húsið þar sem það var svo vont veður aðra nóttina að flest tjöldin fuku :)
Hörku ferð. Kom meirað segja í blaðinu og alles :)

Svo fór ég aftur í svona ferð þegar ég var þá komin í 8 bekk.
Þá var nú veðrið aðeins betra og fórum við yfir svaka fjöru og læti, miklu meiri svona ævintýri þar sem flestir voru nú reyndar í þessu og vissu hvað þetta var.

Held að þessar tvær ferðir hafi verið einu ferðirnar sem farnar voru í. Voru allavega ekki neinar fleiri mína skólatíð.. Nú eru krakkarnir bara farnir að fara til danmerkur þ.e.a.s bara elsti bakkurinn.
Þótt mann langi nú alveg að skella sér til danmerkur þá finnst mér miklu meira spennandi að fara í svona hestaferð. Miklu meiri ævintýri og margt skemmtilegara.
Ég veit allavega ekki um neinn annan skóla sem hefur gert svona lagað en það hlítur að leynast eitthver/eitthverjir skólar þarna eitthverstaðar.