Ég hef einu sinni farið á reiðnámskeið og þá var ég eitthvað um 10 ára minnir mig. Það var alveg gríðarlega skemmtilegt. Lærðum allt um hvað allt hét á hestinum, Hvað all sem hestinum fylgir héti og til hvers það væri og svona. Þetta var mjög sniðugt Bóklega en verklegi hlutinn gekk ekki svo vel.
Það sem var reyndar mjög leiðinlegt við þetta var að í hópnum var ein stelpa sem var með ofnæmi fyrir hestum og hún var hrædd við þá!! Tilganginn í að senda hana á reiðnámskeið skil ég ekki alveg..
En já.. bara útaf henni þá var allur hópurinn látinn bara vera inní gerði og fara í litla stuttu hringi. Án gríns við fengum aldrei að að fara út fyrir gerðið, Vegna þess að þessi stelpa ÞORÐI því ekki!! Bara reið Hulda

Hvernig fara “alvöru” reiðnámskeið annars fram? Hvernig voru ykkar reiðnámskeið? þ.e.a.s þeirra sem fóru á reiðnámskeið