Hvað eruð þið mörg sem virkilega hugsið vel um hnakkana og beislin ykkar?
Ég hef alltaf heyrt að það sé mjög gott og eiginlega æskilegt að bera á hnakka og beisli minnst 2 sinnum á ári, svo að leðrið þorni ekki upp og springi.
Það hljómar rökrétt, þar sem að þetta blotnar oft og þornar til skiptis, maður hefur líka heyrt að ístaðaólar hafi hreinlega slitnað vegna þess að það hafi verið illa hugsað um þær. Og það er nú ekki gott að lenda í því í miðjum útreiðartúr.
Er ekki einhver hérna sem er snillingur í þessu og getur sagt okkur hinum frá því hvernig hann/hún þrífur reiðtyginog hvaða efni og leðurfeiti er best að nota í þetta djobb.
Hrossakveðjur, Zallý.
———————————————–