Jæja þá eru gæðingarnir komnir inní hús. Finally!
Við pabbi skelltum okkur í Borgarfjörðin í gær að sækja hestana.
Þegar við vorum komin að aflengjaranum frá Aðalveginum, Var of mikill snjór fyrir kerruna, svo við þurftum að skilja hana eftir og keyra bara niðreftir. Þegar við svo vorum komin að girðingunni skildum við bílinn eftir og fórum að leita af Stóðunum. Fundum þau loksins og þar voru hestarnir minir tveir.. En Natan hesturinn hans Pabba var aðeins lengra..
Loks þegar við vorum búin að beisla þá byrjaði að snjóa og hagla. Snjórinn náði manni uppað hnjám fyrir og allir skurðir fullir af snjó. Ekki beint sérlega þægilegt að labba þar.
En við náðum að komast að girðingunni klukkutima seinna. Þar skellti pabbi sér á bak og reið Merinni minni smá spöl með hina taumi á meðan ég keyrði á eftir. Þá var veðrið orðið nokkuð leiðinlegt. Mikið fjúk og ennþá hagl. Svo góða ég leyfði pabba minum að fara bara inní bíl á meðan ég skellti mér á bak. Hann keyrði á eftir mér og lýsti á vegin fyrir mig. Því það sást ekkert út!
Það var komið ansi leiðinlegt veður og hryllilega kalt. Hestarnir voru orðnir doldið pirraðir en vissu alveg hvað var í gangi og voru til í að hlaupa smá. Meirað segja Natan gamli sem er 30 vetra kallinn. Hann alveg spíttaði þetta.
Í klukkutíma reið ég berbakt í þessu líka skítaveðri og kolsvartamirkri og með 2 hross í taumi.
Ég er ekki viss hvort hafi verið fegnari, ég að komast heim eða hestarnir að komast inní hús. Þetta var hryllilegt!
En hestarnir minir eru nú loksins komnir inn :)
Hvað með ykkur?
Voruð þið skynsamari en ég, sóttuð þið ykkar hesta fyrr?