Ég sit hérna við tölvuna og er að reyna að rifja upp hvenær fór ég að fara á bak. Ég man eftir því að þegar ég fór í hesthúsið með pabba að gefa þá fór ég oft á bak honum Byl 892 gamla sem er einn af fallegustu hestum sem íslenski hesturinn hefur alið af sér.(kíkið í ættbækur og gáðið að Bylur 892) En það var bara inni í stíju enda var ég bara 3ja ára. En svo fór ég ekki mikið á bak fyr en ég var orðinn 10 ára. Þá fór ég með frænda mínum næstum á hverjum degi út allan veturinn. Það var gaman þá fékk ég mikla reynslu. Svo einhvern tíman þá var ég orðin svo góður með mig að ég vildi alltaf vera að hleypa (enda er það bara venjulegt það ganga allir í gegnum það eða skeiða kannski í gegnum það).
svo eftir þennan vetur sem ég var hjá frænda keppti ég á firmakeppni hérna í Hvolhreppi en lenti ekki í neinu góðu sæti.
Svo fór ég á hestaleigu hérna nálagt hjá góðum vini mínum og kennara og þar lærði ég heilan helling eitt sumar. Ég held að það sé rétt að eftir þann vetur hafi ég unnið firmakeppnina. Það var allavegana árið 2000 sem ég vann firmakeppnina það var sko gaman ég hafði einga reynslu af svona mótum þannig að ég var orðinn ansi pirraður þegar ég var kallaður inn á völlinn í þriðja skipti. En þá fékk ég verðlaunin ég var náttúrlega alveg rosalega hissa en ég jafnaði mig og fór sigur hringinn með hinum krökkunum. Þetta ár átti bekkurinn minn þrjá firmakeppnis meistara (í sitt hvorum hrepp það voru sko þrír hreppir sem komu í skólann minn núna eru þeir 6). En í sumar hef ég vanrækt hestamennskuna mína ég hef eiginlega ekkert farið á bak. En eftir áramót ætla ég að vera á fullu að temja (vona ég). En nú erum við komin alla leið til dagsinns í dag og aðeins lengra svo ég ætla bara að hætta þessu núna.
Bæó
Tigris