Það að banna fólki að pósta væri auðvitað gert af Admin. á hverju áhugamáli fyrir sig. Það er bara eins og á Yahoo-groups, þar getur moderator hent fólki út af lista sem er að eyðileggja samfélagið sem listinn er.
Hugi getur ekki orðið topp class vefsamfélag nema einhverskonar ritskoðun eigi sér stað. Þetta er bara það hömlulaust hérna, að fólk kemur ekki fram undir fullu nafni. Þessvegna getur það leyft sér hluti hér, sem það getur ekki leyft sér úti í samfélaginu, þar sem það þarf annaðhvort að koma fram undir nafni eða þarf að sýna framan í sig. Ef þesslags hömlulaus samskipti eru ekki að einhverju leyti ritskoðuð, eru yfirgnæfandi líkur á því að þau leiðist út í einhverja vitleysu.
Ég er ekki að segja að allir þurfi að koma fram undir fullu nafni hér. Það myndi algerlega skemma andrúmsloftið. Ég á bara við að það þarf að fylgjast betur með samskiptum þar sem nafnlend getur átt sér stað.
Dæmi um svona bann, gæti t.d. verið ef einhver inni á kynlífi færi allfjálglega að tjá sig um kynlíf sit með dýrum. Ég veit ekki hvort þetta er refsivert samkvæmt lögum, en setjum sem svo að það sé ekki. Þá væri væntanlega flestum mjög illa við það að hafa einhvern alltaf að sletta sér fram í allar samræður með einhverjar athugasemdir um kynlíf sitt með dýrum. Þarna væri þægilegt að admin. gæti bara lokað fyrir alla pósta frá honum inni á kynlíf. Gefum okkur nú að þessi sami maður hafði áhuga á stjórnmálum og kæmi títt með áhugaverða og vitræna pósta inni á Alþingi. Það væri ekki réttlátt að banna hann þar inni.