Í morgun varð ég vitni að ömurlegu atviki í hesthúsinu við hliðina á mér, en málið er að ég var að gefa í mínu húsi og allt í einu heyri ég mikið þrusk og læti úr hesthúsinu við hliðina á mér. Manni auðvitað líka þetta ekkert of vel og auðvitað fer ég inn og athuga hvað er að gerast þarna inni. Um leið og ég kem inn þá sé ég meri liggjandi í flórnum. En það sem verra var, að skeifan á annarri afturlöppinni var krækt í múlinn og merar greyið var rétt við það að kafna þegar ég gríp upp vasahnífinn sem ég hef ávallt í vasanum þegar ég er í hesthúsinu, og reyndar bara alltaf, og sker í sundur múlinn og leysi merina, og reyni svona að rétta aðeins úr henni. Hringi í eigandann og hann kemur.
Núna hugsa ábyggilega margir hvernig í andsk…. merin fór að því að krækja afturlöppinni í múlinn. Ég hef sett fram tilgátu sem ég held að sé sönn en málið er að húsið er byggt þannig upp að það eru þrjár 2veggja hesta stíur í röð og keðjur á milli. Að mér skilst þá var merina álægja daginn áður, en hún var í innstu stíunni næst hlöðunni en hafði hoppað yfir báðar keðjurnar, sennilega steypst á þeim báðum, en allvega hefur hún steypst á seinni keðjunni og lent beint í flórnum og farið að sprikla og þannig hefur skeifan krækst í múlinn og byrjað að kæfa aumingja merina. En síðan er líka möguleiki á því að hún hafi verið orðin veik (man ekki hvað það heitir) og byrjað að klóra sér með afturlöppinni og þannig krækt í múlinn en mér finnst hin ástæðan mun líklegri.
Tek það fram að ekki munaði nema örfáum sek að hún hefði kafnað endanlega en þó fór það ekki vel að lokum því að hún hefur fengið hrossasótt, augun á henni voru alveg horfin og stokkbólgin og höfuðið allt stokkbólgið, hún var það heilasködduð að hún náði að skríða út úr hesthúsinu löngu seinna um daginn með hjálpa þriggja manna, en hún hefur verið orðin það heilasködduð vegna súrefnisleysis að það þurfti að aflífa hana.
Mig langaði bara til þess að koma þessu á framfæri til þess að sýna hvað múlar geta verið rosalega varasamir. Og ég bið alla þá sem eiga hross að hafa hestinn aldrei með múl nema það sé alveg bráðnauðsynlegt.
Vona að fólk fari að hugsa um þetta betur, í þessu tilviki var ekki nauðsynlegt að hafa múl því þetta eru lausagöngustíur en merin var víst bara mjög stygg og það var verið að reyna að spekja hana og þá auðvitað hafður á henni múll til þess að geta gripið í hana, en það hafði líka þessar ömurlegu afleiðingar að lokum.
Takk fyrir mig.
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)