Þið sem eruð að upphrópa tamningarmanninn sem dýraníðing, plz lesið þetta í gegn (en ekki hata mig samt fyrir þetta) aðrir meiga samt auðvitað alveg lesa líka ^^

Þetta mál er bara svo uppblásið sem frekast getur verið, hver sá sem þekkir verulega kergju af eigin raun veit að stundum þarf að taka verulega vel í hestana.

Annars þá treysti ég þessum tamningarmanni fullkomlega við tamningar, á hestinn minn honum að þakka!

Hesturinn minn, var barnahestur eins og þeir gerast bestir, svo var hann lánaður á hús þar sem ég gat ekki haft hann sjálf þann veturinn, líklega hefur hann bara staðið þann veturinn en eitt er víst að hann kom óreiðfær af húsi, ramkargur, prjónaði bara og snéri milli þess sem hann rauk. Þegar Hilmar var í heimsókn og sá að ég þorði í raun ekki á bak þá settist hann á bak í 10-15 mín, það hefur varla verið lengra en hann kom svo til baka með þá umsögn um hestinn að þetta væri miklu meiri hestur heldur en hann hefði nokkurntíman búist við, en hesturinn ætti bara við það eina vandamál að stríða að hann væri einfaldlega ótaminn! (Man ekki umsögnina alveg orðrétt samt en þetta var u.þ.b. meiningin)

Hesturinn hefur ekki sýnt nema brot þessara stæla síðan og ef þessi umræddi tamingarmaður hefði ekki áhveðið að fara á bak á honum fyrir mig þá hefði gæðingurinn minn jafnvel getað hafa endað í tunnunni.

Kannski var þetta myndband loksinns að sýna mér hvernig hann fór að því að fá hestinn til að hlusta þegar hann kom á punktinn sem klárinn byrjaði undantekningarlaust að hrekkja mig, þá á ég við rokur, prjón og reyndar grunnar stungur líka þegar maður fór að reyna að sparka til að reyna að koma honum áfram, klárinn var svo “sniðugur” með það að hann byrjaði aldrei fyrr en við vorum komin úr augnsýn og í raun sagði ég engum fyrr en löngu eftir á afhverju ég þorði ekki á bak þarna…

Seinna fékk ég það staðfest að klárinn var mjög lítið taminn þegar ég fékk hann, rétt frumtaminn og svo að mestu riðið af börnum eða fólki sem pældi voða lítið í tamningu klárinn var bara tiltölulegaþægur þangað til hann var krafinn um eitthvað meira.

Í dag, um 2-3 árum seinna man það ekki alveg, er þessi hestur líklega sá besti sem ég hef komið á bak á, draumahestur, flugvakur, rúmur og viljugur, full skapmikill en oftast fremur hlýðinn.

Núna getið þið svarað mér hversu marga tamningarmenn þekkið þið sem geta náð mikilli kergju úr hesti á um 10-15 mín? Svo hann sé viðráðanlegur fyrir krakka sem þá þegar orðinn verulega hvekktur og skíthræddur við klárinn. Þeir eru ekki margir sem gætu það með því að klappa hrossinu og gefa brauð..

Ekki reyna að segja mér að það þurfi ekki að taka stundum í hesta, því það þarf oft þeir fæðast ekki fulltamdir og þægir og brauðdekur gerir þá ekki að gæðingi þó það sé í lagi að dekra hross í hófi ef aginn er nægur.

Vildi bara aðeins benda fólki á þetta þar sem allt of margir hafa verið að óska manninum alls ills fyrir að taka aðeins harðar á kerkjuhrossi en gengur og gerist í kringum þá, á myndbandinu var ekki sýnt hvað gekk á á undan og þar að auki hefur það hvergi komið fram hvernig hesturinn var í næsta reiðtúr á eftir.

Afhverju haldiði að fæstir tamningarmenn haldist til lengdar í byggð?

Smá ábending án þess að ég fari mikið eftir þessu en hef þetta bak við eyrað, hestar taka engum vettlingatökum á hvor öðrum þegar þeir slást úti í haga, þeir berja hvorn annan miskunnarlaust, oftast mun fastar en við myndum nokkurntíman berja þá, í tamningu leitumst við við að komast í leiðtogahlutverk, reynum að fá hestinn til að virða okkur, hvernig öðlast hestur virðingu annars hests úti í haga? Ég bara spyr..

Jæja skítkastið eða skiljið það sem ég er að reyna að segja ykkur, en plz ekki eyðileggja mannorð mjög færs tamningarmanns fyrir sakir fávísi og roluskaps.
-