Óhöpp árið 2006. Óhöpp árið 2006.
Ég er búinn að gera eina svona grein áður. En það var um óhöpp árið 2005. Nú er komið að því að ég geri grein um Óhöpp árið 2006. Það gerðist mjög fátt þetta ár. Reyndar ekkert merkilegt. Ekkert spennandi, nema smá inn á milli. Ég fór t.d í eina hestaferð og nokkrar leitir það var þá þegar öll óhöpp byrjuðu. Ég hafði ekki lent í neinu fyrr en ég fór í hestaferðina.

Hestaferð 2006.
Mesta og leiðinlegasta óhappið gerðist í þessari hestaferð. Ég varð veik, mjög veik. Ég held að flestir sem hafa farið í skemmtiferð og orðið veikur hafi nú fundist það frekar fúlt. Þessi hestaferð var mér eins og skemmtiferð. Ég var með vinum mínum, og þetta var eins og ein stór skemmtiferð, en svo varð ég veik. Ég tek þetta sem leiðinlegasta óhapp sem gerðist árið 2006, sem kom fyrir mig. Ég missti þrjá daga af ferðinni. Ég var enn veik þegar ég byrjaði aftur í ferðinni.

Leitir.
Ég fór á fjall í september, var í um fjóra daga. Fyrsti dagurinn byrjar strax með því að ég dett nærum því af baki. Merin sem ég hafði fengið lánað og ég þekkti ekki neit var með eitthverja stæla. Þessi meri skapaði flest þau óhöpp sem gerðust í þessari leit. Þegar við vorum búinn að stoppa einu sinni þann sama dag og við vorum að fara að leggja á stað og ég fór á hinn hestinn sem ég var með og ætlaði að teyma merina þá kunni hún ekki einu sinni að teymast, hún sem átti að vera “barna”hestur og hinn fullkomni smalahestur. En nei þetta var trunta. Ég þurfti að skifta aftur um hest og fór því aftur á merina. Við þurftum að fara yfir fjall og hinum meginn við fjallið var sandslétta. Vá. Ég ætlaði mér sko að hleypa hestunum þarna. Þegar komið var niður byrjuðu nokkrir að hleypa í átt að vatni sem var í þessari miðju “eyðimörk”. Ég fór bara rólega. Leyfði hestunum að drekka og fór á bak og hleypti merinni og teymdi hinn hestinn. Þá stoppar merin skyndilega og ég hentist upp í loftið og lenti aftur á hnakknum.

Ég villtist næsta dag. Þegar ég fór að leita af kofanum sem við gistum í. Eftir smá stund kem ég að lítili brún, mjög láa. Ég var á hestinum ekki merinni. Ég fór áfram þegar hesturinn var kominn niður og þá finn ég að merin vildi ekki koma ég togaði og togaði og það mætti halda að hún væri sitjandi á rassinum eða eitthvað svo þrjósk var merin. Hún “togaði” mig af hestinum og hesturinn hélt bara áfram. Ég fór á berbakt á merina og hún fór bara í hringi. Kunni ekki að láta stjórna sér með fótum án þess að það væri hnakkur á bakinu á henni. En það er ókostur við smalahross. Öll smalahross sem ég hef kynnst kunna þetta, semsagt að vera stjórnað með fótum en ekki bara beisli. Ég beið í um einn klukkutíma og þá kom hinn hesturinn til mín. Ég temdi og stefndi á fjall þarna langt í burtu þegar ég var komin að því fór ég á bak og fór upp við fjallið því það var vegur. En ég hafði ekki átt að gera það. Þetta var rennislétt fjáll og margir vita hvað gerist við svona fjöll. Það skapast vindur. Mjög mikil vindur. Ég righellt í hnakkin og hestinn og við fórum áfram. Þetta er einn mesti vindur sem ég hef lent í. Ég fann leitarahóp og fór svo í kofann eftir að hafa verið að smala frá með 10 um morguninn til 8 um kvöld.

Svo gerðist ekkert annað, nema auðvitað að leitinn hélt áfram..

Uppi í sveit.
Það gerðist ekki neitt óhapp uppí í sveit. Ekkert sérstakt. Ég var ekkert mikið þar í sumar…



Svo vona ég bara að þetta áhguamál fari að færast eitthvað upp á við en ekki niður á við.

–Lilje.
— Lilje