Frá Bændasamtökum Íslands:
Einn af árvissum stórviðburðum í hrossaræktinni er útnefning á Ræktunarmanni ársins sem er heiðursviðurkenning Bændasamtaka Íslands. Valið fer þannig fram að á grunni kynbótadóma og sýninga ársins tilnefnir fagráð í hrossarækt þá hrossaræktendur sem þótt hafa skara fram úr á árinu.
Tilnefnd til ræktunarverðlauna ársins 2001 (búin eru í stafrófsröð):
•Guðlaugur Arason og Snjólaug Baldvinsdóttir Efri-Rauðalæk, Glæsibæjarhreppi
•Brynjar Vilmundarson Feti, Holta- og Landsveit
•Páll Bjarki og Eyrún Anna Flugumýri II, Akrahreppi
•Skapti og Hildur, Hafsteinsstöðum, Staðarhreppi
•Einar Öder og Svanhvít Halakoti, Hraungerðishreppi
•Jónas Jónsson og fjsk, Kálfholti, Ásahreppi
•Indriði Ólafsson og fjsk. Þúfu, V-Landeyjum
Þessir ræktendur hljóta allir viðurkenningu á Ráðstefnunni „Hrossarækt 2001“ sem sem verður haldin í Ársal Hótel Sögu þann 16. nóvember n.k. og hefst kl. 12:30.
Sjálf útnefningin fer fram sama kvöld á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin er að þessu sinni á skemmtistaðnum Broadway.