Hestaferð númer 1.B.  4 dagaferð Þetta er ferð sem ég er að skipuleggja og gera fyrir sumarið. En þetta er fyrsta ferðin sem ég geri. Það eru villur og fleira. En þetta verður gaman. En það vantar greinar inn á þetta áhugamál.
Þannig ég ákvað bara að senda eina ferð sem ég er að skipuleggja og láta hingað inn. :)..

Hestaferð númer 1.B. 4 dagaferð. Sirka 130-150(Kannski 200) kílómetrar. Ferðatímar eru 15.júni-18.júni, 23.júni-26.júni (Getur breyst!)
Reykjavík-Villingavatn. Villingavatn-Borg/Vaðnes. Borg/Vaðnes-Laugarvatn. Laugarvatn-geysir-Gullfoss.

Fyrsti dagur. Reykjavík að Villingavatni.
Ferðin byrja í Reykjavík í hestamannafélaginu Gusti í Kópavogi. Farið verður til Fákar og svo að Rauðarvatni og til Fjárborgar. Svo verður riðið áfram á Mosfellsheiði. Mjög sunnanlega. Þegar komið er smá áfram á heiði og maður kemur að fjöllum, þá er reiðvegur mjög góður og mjúkur meðfram öllum fjöllunum. Svo verður farið yfir fjöllin og skoðað marga flotta staði sem maður getur ekki séð nema á hestbaki eða fótgangandi. T.d verður skoðað Djáknapoll, og þar verður borðað nesti og hvílt hrossin. Góður áningastaður. Svo verður farið smá til baka, eina sem aðskilur okkur frá Nesjavallavirkjun er fjall. Síðan verður riðið mest sanda (1-3.kílómetrar) að vegi sem liggur að sveitabæ sem ber nafnið Villingavatn. Þar verður gist eina nótt, hestarnir verða í góðu beitarhólfi. 6-8 tíma reið.

Annar dagur.
Farið verður frá Villingvatni 10 um morgunin, lagt tímalega á stað, farið verður að Grafningsrétt. Borðar köku og drukkið kakó. Svo verður haldið áfram að Álftavatni við Sogið hjá Ingólfsfjalli. Veitingastaðurinn Þrastarlundur er þarna, og tjaldstæði. Það verður sundriðið yfir Álftavatn og haldið áfram meðfram þjóðveginum. Þangað til komið er að góðum reiðvegi. Þegar við byrjum að nálgast Kerið beygjum við til hægri að sveitabæ sem heitir Vaðnes, í Grímsnesi. Þar verður borðað og hestarnir geymdir. Gist verður í tjaldi./ Eða keyrt til Villingavatns. 5-7 tíma reið.

Þriðji dagur.
Lagt verður af stað frá Vaðnesi um níu leitið. Áður en lagt er á stað verður borðað eitthvern góðan mat. Farið verður til baka á reiðvegin sem við vorum á daginn áður og haldið áfram að Kerinu. Skoðað verður Kerið og sagt sögur um það. Haldið verður áfram þar til komið er á Borg, þar verður borðað pylsu og svo stutt stop. Haldið verður svo áfram þar til við beygjum að Laugarvatni. Haldið verður áfram þar til við komum að Laugarvatni og riðum smá lengra og geymum hestana eina nótt á sveitanæ sem er þarna rétt hjá. Gist í tjaldi/eða keyrt til Villingavatns. 5-8 tíma reið. (Ekki ákveðið hvort farið verður lengra þennan dag )

Fjórði dagur.
Þetta verður besti dagurinn. Riðið verður frá Laugarvatni að Geysi, stoppað þar og hvílt okkur og skoðað Geysi og fengið okkur að borða. Eftir hálftíma-klukkutíma stop verður haldið áfram og riðið að Gullfossi. Þar verða hestarnir geymdir og svo verður skoðað Gullfoss. Svo verður geymt hestana í eina nótt og fá að hvílast og svo næsta dag verður keyrt með þá til Villingavatns.



Þetta er ferð sem verður kannski farið í sumar. En með tvö seinustu dagana, eru ekki allveg tilbúnir. Ekki komið með á hvaða bæ hestana á að geyma og það. En það eru nú nærum fjórir mánuðir þanngað til þannig það er ekkert verið að flýta sér um of. En það verða 2-3 með í ferðini og svo kannski bætast fleiri ef vilja. En það verða um 6.hestar. Allir í þjálfun. Eða allavega 2-4 hestar sem ég ætla að taka í þjálfun nú eftir helgi. Hestarnir verða komnir í góða þjálfun. Farið verður á bak á hverjum einasta dag, gefið frí inn á milli. En hestarnir sem verða með eru Faxi, Galdur, Elli, Njál, Elskan, Tvistur(kannski) eða Blængur. Ég tek Faxa, Galdur, Elskuna, veit ekki með Njál ef hann er ekki haltur.En ég er búinn að vera að gera þessa ferð og ég er búinn að bjóða eini með. Þannig við verðum allavega tvær saman í ferðini. En ég hef riðið þessar leiðir áður nema seinasta daginn. Að Geysi og Gullfossi. En ég fer þessa leið á hestbaki tvær vikur áður en ferðin byrjar. Og svo verður farið aftur með hestana til Reykjavíkur, á kerru. Ég þekki allar leiðirnar vel nema seinasta daginn. Þessi ferð er svona 150-200 kílómetra löng. Ég er ekki viss. Ég hef þessa leið merkta inná korti. Allt er þetta tilbúið nema hvar á að geyma hestana tvö seinustu dagana. Þetta er bara ferða áætlun númer 1.b af mörgum.

Ekkert skítakast takk fyrir, en ef þið eruð með spurningar og kannski ráðleggingar ,endilega þá. .. Og ef þið vitið um bæi nálagt Laugarvatni eða Geysi eða Gullfossi sem geta geymt hesta í eina nótt. Endilega segið mér frá þeim :).

—Lilje :Þ..

Myndin er af söndunum sem eru uppí fjöllunum nálagt Nesjavöllum.
— Lilje