Palómínó
Palímínó er í rauninni heitið á fallega gulbrúnum lit sem kallast leirljóst á íslensku. Hann sér á ævagömlum smíðisgripum í Evrópu og Asíu og er einnig áberandi í japanskri og kínverskri list fyrir Ch'in tímabilið (221-206 f.Kr.). Þetta er einnig litur á mörgum hestum og smáhestum. Palómínó ætti því fremur að kallast “litaafbrigði” en sérstakt “kyn”.
Ræktun
Í Bandaríkjunum, þar sem Palómínó er mikið ræktaður, er hann hins vegartalinn sjálfstætt og afmarkað kyn, og hafa Samtök Palómínóræktenda beitt sér fyrir því. Þessi samtök voru stofnuð 1936 ,,til þess að viðhalda Palómínókyninu og bæta það með því að færa ættbók og gefa út skráningarskírteini fyrir fullgilda hesta“. Samtökin hafa sett ákveðin staðal um æskileg einkenni þar sem tekið er fram að hæð skuli vera 1,41 til 1,60 m.
Leirljósi liturinn barst með hestum Spánverja til Ameríku og nú sést hann víða á bandarískum kynjum og kyngreinum. Hann er nokkuð algengur á Fjórðungshesti og Söðlara, en hreinræktaðir Arabahestar og Hreingæðingar eru aldrei í þeim lit.
Palómínó er mjög eftirsóttur í Vesturíkjunum, ekki aðeins við ”skrautreiðar" og hvers kyns sýningar, heldur einnig í lengri eða skemmri hóðferðir. Og alltaf er gaman að sjá leirljósa Fjórðungshesta í kúrekaleikjum.
Nokkrir smá punktar
*Samræmi
Það fer eftir kyninu sem er ráðandi er blöndun og getur stundum á fínlegri sýningarhest eins og sést hér (Ef myndin birtist þar að segja)
*Hæð
Hún á að vera á milli 1,41 og 1,60 m, samkvæmt staðli Samtaka Palómínaræktenda.
*Höfuð
Höfuðið þarf að vera vel mótað, hvort sem einkennin minna á Fjórðungshest, Araba eða Hreingæðing. Enginn er talinn hæfur til skráningar, ef hann sýnir ,,grófa drætti brúkunarhests, Hjaltlendings eða Pintós". Augun eiga vera dökk eða móleit og bæði í sama lit. Merki í andliti eru takmörkuð við blesu, snoppublett eða stjörnu.
*Ysabella
Leirljós litur er oft nefndur eftir ysabella á Spáni til heiðurs drottningunni sem hvatti til ræktunar hesta á þeim lit.
*Blöndun við Araba
Enda þótt hreinræktaðir Arabíu gæðingar séu aldrei leirljósir, eru þeir iðulega notaðir við kynblöndun til að fá fram þann lit.
*Litur og mjúkar hreyfingar
Það sem gerir Palómínó svo heillandi er samspil lita og mýktar í hreyfingum. Sú blöndun sem vinsælust er og gefur fallegasta litinn er að hafa rautt og leirljóst saman. Einnig er möguleiki að blanda rauðu við kremgult eða snjóhvítt.
Heimildir fengnar frá Stóru hestabókinni sem er eftir Elwin Hartley Edwards. Bókin var gefin út árið 1992.