Leikurinn er einfaldur, það er nefndur einhver þekktur hestur og þá er leitað að upplýsingum um hann og það er komið með eins miklar upplýsingar um hann og fólk getur fundið, sá sem kemur með upplýsingarnar um hann má nefna næsta hest. En til að einfalda hlutina þá svariði greininni beint, svo er auðvitað leifinlegt að svara fólki til að segja skoðannir sínar á einhverjum hestum eða leiðrétta rangar upplýsingar sem geta alltaf fundist inn á milli þegar leitað er að upplýsingum á netinu.
En síðasti hestur í þessum leik, sem var síðast haldinn hérna þann 14. janúar 2005, var Óður frá Brún og því byrja ég bara á honum ^^
Óður frá Brún [IS1989165520]
Faðir: Stígur frá Kjartansstöðum (IS1980187340)
FF: Náttfari frá Ytra-Dalsgerði (IS1970165740)
FM: Terna frá Kirkjubæ (IS1974286107)
Móðir: Ósk frá Brún (IS1981265031)
MF: Ófeigur frá Flugumýri (IS1974158602)
MM: Hekla frá Árgerði (IS1975265661)
Sköpulag: 7.78
Hæfileikar: 8.90
Aðaleinkunn: 8.38
Aðaleinkunn í Kynbótamati er 125
Mál:
hæð 138
bak 130
lend 135
dýpt 63
lengd 140
bógur 36
mjöðm 46
læri 42
hné 30
leggur 18
sinar 6,4.
Kostir:
hófar 7,5
tölt 9,0
brokk 8,7
skeið 9,7
stökk 8,3
vilji 9,0
geð 7,8
reið 9,0
Þorkell Bjarnarsson lýsti Óð :
Rétt sæmilega byggður, einkum eru fætur óviðunandi. Vilji og kjarkur er nógur og lundin prýðileg, allur gangur góður og skeiðið
stórfenglegt. (Hrossaræktin 1993, 189)
Óður er bleikálóttur með dökka fætur og dökkt fax.
Svo uppá grínið, en þó er alltaf hægt að kíkja þangað til að finna einhverjar upplýsingar, þá eru hérna linkar á þá svona leiki sem ég fann þegar ég var að skoða gamlar greinar, já mér leiddist en það er aukaatriði..
-Þann 14. janúar 2005 sent inn af torpedo
-Þann 7. desember 2003 sent inn af torpedo
-Þann 14. febrúar 2003 sent inn af Sleipni
Það gæti vel verið að þessi leikur hafi verið oftar hérna en ég hef allavega ekki rekist á það enþá..
En endilega verið með, flesta hestana er hægt að finna á netinu eða allavega eitthvað um þá, en næsti hestur er Gauti frá Reykjavík!
-