Sælir allir
Mig langaði að bera undir ykkur mína sögu, og biðja ykkur álits.
Þannig er að ég hef alltaf verið rosalega mikil áhugamanneskja um hesta, verið með bakteríuna frá þvi ég man eftir mér án þess þó að hafa nokkurn tímann haft tækifæri á að umgangast hesta af einhverju ráði, auðvitað fór ég alltaf á reiðnámskeið sem barn, einu sinni í sveit og á hestaleigur eins oft og ég gat, þannig að ég kann svosem alveg að sitja hest, en það er líka það eina sem ég kann (og ég er auðvitað ekki að segja að ég sé eitthvað góð í því einu sinni :) ) En allavega, þá fékk ég hest síðasta vetur, fimm vetra gelding, jarpan, svolítið smávaxinn, en samsvarar sér vel með góðar hreyfingar, reiðfæran algerlega hrekklausan og ljúfan. Ég sjálf hef enga reynslu til að standa uppi ein með rétt reiðfæran hest, en aðstæðurnar höguðu því þannig að sá stuðningur sem ég átti von á brást (heilsuleysi og annað) þannig að síðasta vetur hafði ég hann á húsi og fékk litla hjálp með hann.
Fyrir ykkur vana fólkið hljómar þetta kannski ekkert hrikalega :D en þegar maður er svona óvanur þá er þetta meira en að segja það, ég hef alið upp ketti alla mína tíð og fann mjög sterkt fyrir því í kringum hestinn að mig vantaði öll eðlislægu viðbrögðin, þessi sem maður sýnir án þess að þurfa að hugsa út í það vegna þess að maður þekkir dýrin og veit af hverju má búast af þeim. Needless to say, þá gat ég ekki yfirfært mína færni í kattauppeldi yfir á hestinn hehehehe. Síðasti vetur fór mikið í það að ég fór með hann í hringgerðið og teymdi hann um svæðið, þorði eiginlega ekkert að gera mikið meira, því allra síst vildi ég eyðileggja dýrið! Setti samt nokkrum sinnum á hann hnakk, sem var allt í fína fyrst en hann var farinn að verða hálfnervös við það í seinni tíð og ég kenni því alfarið um að ég var oft nervös í kringum hann þegar ég var að því… sko, óvön manneskja á EKKI að vera að gera svona hluti!
Allaveganna, nú er spurningin hvað ég á að gera í vetur.
Ætti ég að senda hann í tamningu eitthvert? Það er dýrt og það þýðir þá líklega að ég þarf að bíða með það þangað til á næsta ári….
Ætti ég að geyma hann í haganum í eitt ár? Er það ekkert slæmt fyrir hross að vera ekki í neinni notkun mánuðum og árum saman? Sérstaklega ef þau eru ekkert brjálæðislega mikið þjálfuð?
Ætti ég að selja hann frá mér og kaupa mér einhvern sem hentar mér betur? Það er líka dýrt, og þá myndi ég nú líklega frekar bara vilja nota þá peninga í tamningu, þar sem ég veit að þetta er ekkert slæmt hross og með ljúft skap.
Ætti ég að taka hann inn og reyna að finna einhvern á hesthússvæðinu sem getur þjálfað hann? Mér persónulega lýst best á þann kost, því það myndi jafnvel þýða að ég gæti borgað manneskjunni til að þjálfa mig svoldið upp í leiðinni, eða svona, taka fyrstu skrefin á hestinum í fyllingu tímans. En þá kemur það vandamál að ég þekki engan sem getur bent mér á einhvern sem væri til í þann díl. Vitið þið um einhvern?
Líka ef þið vitið um eitthvert hesthúspláss á höfuðborgarsvæðinu? Ég gæti líklegast farið aftur í hesthúsið sem ég var í í fyrra, í faxabóli, en eigandinn þar var svoldið skrýtinn stundum… :p
Vona að einhver nenni að lesa í gegnum þessa langloku og hjálpa þér :P