bara 3 daga smölun. Ég sem yngsta manneskja þessarar leitar. Þá var alltaf verið að “skjóta” eitthverju í mig. Þá meina
ég að segja eitthvað við mig eins og “ekki týnast í fjöllunum”. Ég var alveg viss í minni sök að týnast ekki.
Fyrsti dagurinn var æðislegur. Allveg stórkostlegur dagur. Það var ekki sól skín og sumar. En það var engin rigning
og ský bara fínt veður. Við byrjuðum að taka hestana til. Ég náði í Faxa og Rósu(lánshestur).
Beislaði báða hestana. Lét hnakkinn á Rósu. Hafði aldrei prófað þetta hross fyrr. Hún var svo taugasterk að ef maður rétt
svo kom með kálfana við kviðinn á henni hentist hún áfram. En það lagaðist þegar við vorum kominn að gömlu stíflunni hjá
Úlfsfljótsvatni. Við tókum hlé í Miðfelli, fórum til kunningja okkars. Fengum kakósúpu og eitthvað meira ;). Svo var
náð í hestana. Ég lét hnakkinn á Faxa. Enda merin þurfti að fá smá meiri hvíld. Á þessum
klukkutíma þegar ég teymdi Rósu, þá fattaði ég að hún væri allgjör *#$%* í að teymast. Semsagt það var eini gallinn við hana, hún
gat bara ekki teymst!! Ég fékk einn til að ríða fyrir bakvið mig til að reka á eftir henni. Eftir þennan klukkutíma fattaði
hún að það væri miklu betra að vera bara hliðin á Faxa. Þannig enginn þurfti að reka á eftir henni eftir þetta. Þegar við
vorum að nálgast Þjóðgarðinn, (Þingvöllum). Þá var hringt í okkur. Ein sem ætlaði með okkur beið eftir okkur rétt fyrir utan
Þjóðgarðinn. ÞAnnig við drífum okkur og komum að henni sem beið eftir smá tíma. Þá var stopp fyrir hestana. Fengið sér að drekka.
Þannig þá vorum við orðin fjögur saman með 9 hesta. Svo lögðum við á stað. Ég var fyrst og reið gegnum Þjóðgarðinn,
á reiðstígnum auðvitað. Það er geðvikt að vera á hestbaki þarna. Við stoppuðum í miðjum Þjóðgarðinum og tókum smá pásu.
Eftir þessa pásu drífum við okkur á staðinn þar sem allir leitarmennirnir áttu að hittast. Vorum kominn þangað eftir 1 tíma,
eða á bilinu þar. Þar var skift um hesta. Og komið sér aftur á stað. Vááá, þetta var svo flott þegar við vorum kominn
yfir fjallið sem var þarna. Þarnaa var bara sandur. Og stór “pollur” í miðjunni. Þeir fysrtu sem komust niður
fjallið sprettu úr spori í átt að “pollinum”. Þegar ég komst niður spretti ég líka úr spori. Rósa er allgjör
hlaupa gikkur!! Það var leyft hestunum að drekka og svo sprettu nærum allir aftur. Meðal annars ég. Rósa var sko til
í það, skal ég nú skrifa. Hún náði vinkonu minni á augnabliki. En þegar hún var komin fram fyrir hana snarstoppaði hún.
Jaa, ég hentist ekki af baki þarna. En það var nálagt því. Vinkona mín allveg “hahahaa þarna varstu heppinn”. Nei nei,
eintóm heppni. En ég held að það hafi eitthvað hrætt hana Rósu því hún gerir þetta ALDREI! Þegar við vorum kominn fyrir bakvið
þetta fjall sem var þarna aðeins lengra stoppuðum við í svona hálftíma. Mér var farið að leiðast þannig ég fór á berbak
á Faxa og var bara að bíða. Svo lögðum við á stað. Ég var bara enþá á berbaki á Faxa og teymdi Rósu með hnakkinn á sér.
Eftir 20 mín vorum við kominn að kofanum, Gatfellskofa.
Annar dagur(1.smölun). Við vöknuðum kl.8 og lögðum á stað eitthvað um 10. Ég var síðust á bak, því ég hafði verið að hjálpa við að
halda í á meðan það var verið að leggja á. Svo lögðum við á stað. Ég byrjaði á henni Rósu. Við lögðum á stað í áttina að
Borgarnesi. Fórum framhjá Biskupsbrekkum. En áður en við fórum framhjá Biskupbrekkum höfðum við mætt öðru fólki(Aðrir leitaramenn).
Þegar við mættum þeim voru þau að reyna að ná hrossunum sem voru þarna í haga, það tók sinn tíma. ÞEgar búið var að ná
hrossunum og búið að leggja á, var farið á bak. Eitt hrossið sem eitthver maður var með trylltis og maðurinn datt af baki.
Hrossið slapp og það var náð því eitthvern veginn. ÞEgar allt virtist vera í góðu lagi og ég og hinnir úr mínum leitara flokki
vorum lögð á stað. Þá allt í einu fyrir bak við mig kom eitthvað tryllt hross og annað hross og þar var maður á baki sem teymdi
tryllta hrossið. Ég færði mig því þegar hrossin komu nær mér sá ég að þau mundu EKKI stoppa útaf mér. Það hafði bara komið klessa
ef ég hafði verið fyrir. Í endanum þó varð allt í lagi. Eftir að við fórum framhjá Biskupsbrekkum komum við að staðnum þar sem
allir áttu að skifta liði. Ég fór með vinkonu minni og við fórum nest lengst frá staðnum þarna. Fjallakóngurinn í okkar hóp
hafði farið lengst. Þetta var bara eyðin ein, nærum eins og á Kjöll, mann ekki hvað þessi staður heitir. En þarna voru sprungur
og steinar og mosi, nærum ekkert annað en það. Eftir að hafa elst við kindur, lömp og hrúta. Sá ég kindur lengst í burtu og ég
átti á ná þeim. Ég fór á eftir þeim ég var á honum Faxa, og Rósa hafði aftur tekið upp á því að teymast illa. Þegar ég var
kominn úr augnsýn annara var ég villt. Eða ég fann allavega engann. Þannig ég hélt áfram í sömu átt og ég hafði séð kindurnar
fara í. Þegar ég var að fara niður eitthvern lítin hól/brekku þá stoppaði Rósa og togaði mig af baki. Og datt af honum Faxa.
Faxi lappaði í burtu og fór bara að éta gras! Ég hafði eitthvern tímann á deginum flækt mig við tauminn og ekki tekið eftir því.
Annars hafði ég bara sleppt Rósu. Þannig var að ég hafði bara Rósu með engann hnakk. Ég fór á berbakt á henni og ætlaði mér að
ná Faxa. Rósa var nú ekki viss um það! ÞEgar ég var komin á bak, fór hún bara í eintóma hringi þannig ég náði engu janfvægi og
datt af henni. Ég orðin soldið pirruð og reyndi að ná Faxa, með Rósu í eftirdragi. Faxi skokkaði bara á undan og ætlaði ekki
að leifa mér að ná sér. Þannig ég gafst upp og byrjaði að lappa þangað sem ég átti að fara ef ég myndi villast. Ég lappaði í
svona klukkutíma og snúði svo við, var miklu fljóttari aftur til baka þar sem Faxi var. Þá sast ég niður og beið. Eftir svona
10.mín kom Faxi sjálfur til mín. Greinilega farinn að leiðast. Ég dreif mig á stað í áttina sem ég átti að fara. Eftir um
klukkutíma sá ég veg utanum fjall. Ég ákvað að fara á þennan veg. Miklu betra en að vera þarna í öllum steinunum. Ég
var komin að vegnum eftir smá tíma. Eftir 10 mínotur skall á vindur, allveg brjálaður vindur. Og það við fjall. Sem er bara
brjálað. Vindurinn kom niður fjallið þannig hraði vindst eykst stöðugt allavega ef fjallið er bratt. Og þetta fjall var sko
bratt. Ef ég hafði ekki verið á hestbaki er er viss um að hafa fokið út í verður og vind ;P. Þannig hestarnir eru miklu þyngri
en ég, þá gátu þeir alveg staðist þennan vind. Þeir löppuðu bara áfram. Ég hallaði mér bara fram á makann hans Faxa. vindurinn
fylgdi okkur alla leiðina þangað til ég hitti aðra tvö leitara og fórum að elta kindur þarna nálagt. Fórum semsagt
frá þessu “vind” fjalli. En þessir leitarar sem ég hafði hitt höfðu verið að ná í kindur uppi í fjallinu. Þeir höfðu frétt af mér,
að ég væri týnd. Þannig þeir vissu allveg hver ég var. En einn af þeim var í sama hópi og ég. En ég helt áfram að stórum hóll þarna
aðeins legnra í von um að hitta eitthverja aðra. Ég hitti bara einn annan þarna.. Svo komu hinnir leitararnir á
eftir mér. Þeir fóru svo hratt yfir að ég varð starx aftast. Svo komum við að pollum og ég leyfði Rósu og Faxa að fá sér að
drekka. ÞArna lengra voru fleiri leitaramenn allir saman og einn bíl. Ég lagði á stað til þeirra sem voru þarna lengra í burtu.
Þar voru allir. Það var verið að járna hesta sem misst höfðu skeifur. Ég skifti um hest og fór á Rósu. Í dag búið að gera það
sem átti að gera.
þriðji dagurinn(2.smölun) Þetta var leiðinlegasta smölun sem ég hef nokkrun tíman farið í. Byrjunin var fínn við vorum tvö með
eitt stórt svæði. Það var sko farið fram og til baka þennan dag. Eins gott að hestarnir voru í þjálfun. Annars hafði maður ekki
getað þetta. Þennan dag áttum við að fara með féð á stað þar sem við munum gista seinasta nóttina ásamt öðruð leiturum. Minnir
að það heitir Káldarnes eða eitthvað hjá Lyngdalsheiði. Nálagt Grímsnesi. MAnn ekkert hvað það heitir. Ég hafði verið send í
gegnum hraunið og ég var komin á undan öllum, framundan var risa stór brekka og féð fór upp þessa brekku. Ég átti að bíða þarna
eftir hinum. Eitthverjir höfðu farið á undan og upp þessa brekku. En ég beið. Þangað til þau sem ég þekkti voru kominn og biðið
þangað til allt féð var komið eitthvað áleiðist upp brekkuna. En þetta var stór brekka, breið og löng. Og mikið fé. Þetta var
allveg út í hött. við vorum eitthvað um ellefu manns með þetta risa stóra svæði. Enginn var saman í þessu. Allir hingað og
þangað. Maður var alltaf að fara á milli staða og reka á eftir kindunum. En þetta tókst. Þegar maður var kominn upp brekkuna var
smá heiði og svo þegar maður var kominn aðeins lengra og sá í láglendið, þá var allt í einu risa stór gýgur þarna. Nokkrar kindur
höfðu farið niður í hann. Ég átti að halda áfram og ég gerði það. Ég fór af baki og teymdi niður. ÞEtta var svo bratt. Þarna voru
fullt af kindum. Það er einn kind sem ég mann eftir! Eitthver grá, hundleiðinleg og frek. Hún ætlaði sko ekki að fara áfram. !
Nei takk!.. EFtir að við höfðum farið yfir veginn sem skilur tvö svæði af. Þá fór ég ein og rak eftir stórum hópi þarna lengra
í burtu það gekk vel. Engar leiðinlegar kindur og frekar. Besti hópur sem ég hef smalað. Mér var farið að hlakka til að hætta
að smala þennan dag. JÁ, orðin frekar þreytt eftir að hafa farið þessa löngu leið frá klukkan 9 um morgunnin og klukkan var
orðin hálf sjö!! Margt hafði gerst þennan dag, sem gerði hann leiðinlegan. En þegar ég hafði smalað hópnum inni annan hóp sáum við
túnið sem kindurnar áttu að fara í og kofan sem við áttum að gista í. Þessi kofi var miklu stærri en Gatfellskofi. Þarna voru
herbergi ;) Veii.. Um kvöldið var haft gaman.. Sumir smá í því, en ekkert alvarlegt.. ;p.. Það var sungið og sagt frá ferðum dagsins.
Ég hlustaði á sögur um hitt og þetta… Sumar allgjört bull en samt gaman að hlusta..
Fjórði dagur(3.smölun) ÞEtta var fín dagur. Við vöknuðum klukkan 8 eða um það leiti. Og það var lagt á stað uppúr 10 leitið.
Það var rigning og leiðinlegt veður. Eftir að við höfðum lagt á hestanna inní hesthúsinu var lagt á stað. Og það var hætt að
rigna. Sem var ágætt. Ég hafði áður farið yfir Lyngsalsheiði. Þannig ég kannaðist við þetta allt. Ferðin endaði nokkuð vel. Það var
gaman að fara yfir Lyngdalsheiði og sjá þetta allt aftur ;) Svo var rekið allt féð í Klausturhólarétt. Hestarnir skildir eftir
á Klausturhólum. Og svo var bara farið heim í sveitinna ;D..
Næsta dag var farið í réttina og flokkað allt féð. Nokkrir skólar komu, og maður þekkti eitthvað af þesum börnum sem voru þarna.
Það var allveg fullt af krökkum, sumir hjálpuðu og aðrir ekki.
Þá er þetta búið. Ég var 13 ára og er ein af þeim yngstu sem hefur tekið þátt í svona leit. Það vantaði leitarmenn þannig ég fékk að fara í þessa leit. Ef það eru stafsetniingar villur þá bara úpps. Ég er búin að fara yfir greinina einu sinni og þessi síða vefpukinn.is eða eitthvað er billuð.. Þannig greinin er ekki 100% :P ;)..
Og jákvæð gagnrýni takk!!
— Lilje