Sleipnir, hestur Óðins. Grein um Sleipni, hest Óðins.

Sleipnir.(sá er rennur hratt áfram)


Sleipnir var hraðskreiður mjög.
Hann varð hestur Óðins og allra hesta bestur.
Gat hann meðal annars flogið.

_________________________________________________


Sleipnir var áttfættur hestur Óðins í norrænni goðafræði. Sleipnir fór um á skeiði og er sagður
hafa myndað Ásbyrgi, en það er formað eins og hófur.

Fæðing Sleipnis:
Eitt sinn þegar Þór var vant við látinn kom risi til Ásgarðs og bauðst til þess að endurbyggja
borgarmúrinn. Í laun vildi hann fá sólina, tunglið og Freyju. Loki felur honum verkið í
fjarvist Þórs. Til verksins notar risinn stóðhestinn Svaðilfara og vinna þeir hratt og örugglega.
Æsirnir verða æfa reiðir út í Loka fyrir að vilja launa risanum með sól, mána og Freyju, svo Loki
býr sig sem gráa hryssu og leiðir stóðhestinn(jötnahestsins Svaðilfara) í burtu og fyljar hesturinn
Loka í dulargervinu. Þetta þýðir að Sleipnir er sonur Loka og Svaðilfara.

Af „http://is.wikipedia.org/wiki/Sleipnir

_________________________________________________

Sleipnir þekkja margir víða um heim, Óðin risabani og hesturinn Sleipnir. Til eru margar sögur af
þessum félögum, ýmsar skáldsögur eða þjóðsögur. Ef maður kíkir á netið og fer kannski á google
eða ýmsa aðra leitarvefi og slær inn “Sleipnir” Koma margar síður. Ekki er allt um Sleipni. En inn
á milli leynast góðar og fróðleiksríkar sögur um Sleipni.

Smá fróðleikur um Sleipni.

-Sleipnir er sagður bestur af hestum ásanna.

-Hafi rúnir ristar á tennur sér.

-Hann var reistur og stoltur.

-Sleipnir (og Muninn) tákn visku og snilldar.

-Hann gat flogið.

Sleipnir tungla treður krapa,
teygir hann sig af meginþrótt,
fætur ber hann átta ótt,
stjörnur undan hófum hrapa
hart og títt um kalda nótt.

Kvæði úr: Ásareiðin.
(Grímur Thomsen)
Ort veturinn 1880-81

Myndin fann ég af netinu, Óðinn situr á Sleipni, og hrafnarnir Huginn og Muninn.
— Lilje