Þróun hestsins Ég og vinur minn gerðum um daginn ritgerð um þróun hestsins og ég ákvað að setja hana hingað.

Þróun hestsins

Á Íslandi hefur hesturinn aðlagast náttúrunni og úrvali mannsins. Í miklum vetrarhörkum á fyrri öldum frusu stundum fætur undan hestum á útigangi. Þeir hestar hafa helst lifað af sem þoldu hörkurnar best, þeir sem voru með góða fituhulu á skrokknum og þéttan og þykkan hárafeld til að verjast hörkufrostum. Þekkt var á tíma Frostavetursins mikla að hestar frysu á staðnum.

Hestar féllu í hrönnum í Móðuharðindunum vegna hungurs og flúoreitrunar. Við það hefur stofninn getað breyst, ef sumir hestar þoldu betur flúor í grasi en aðrir. Þó er ekki vitað um arfgengan mun á flúorþoli hjá búfé.


Áhrif mannsins á stofninn hafa getað verið mikil, bæði meðvituð og ómeðvituð.

Hrossaeigendur völdu til lífs vel ættuð folöld sem höfðuðu til þeirra og settu á graðfola af góðum ættum. Þar með hefur stofninn getað breyst merkjanlega á löngum tíma.

En náttúran og maðurinn réðu lífi og dauða hesta sem voru hafðir í langar lestaferðir til aðdrátta, til dæmis í skreiðarferðir milli landshluta. Sumir hestar voru hraustari en aðrir og þoldu álagið betur. Þær hryssur sem skiluðu sínu betur en aðrar, eignuðust folöld ef þær skiluðu sér heim, en ekki hinar sem gáfust upp á miðri leið.

Snemma á 20. öld var hafist handa við að bæta hestana með virku úrvali. Þá voru stóðhestar valdir til undaneldis og látnir ganga með völdum hryssum í girðingarhólfum, til að bæta þá eiginleika sem verðmætastir voru hverju sinni. Þessi starfsemi er einu nafni kölluð kynbætur og er nú orðin vísindagrein.

Íslensk hross eru nú miklu betri kostum búin að jafnaði en áður var, betur vaxin, skapbetri, með fjölbreyttari gang en áður, og vekja hrifningu þar sem þau sjást. Uppruni hrossanna var góður, en náttúran og maðurinn hafa breytt honum og gert hann að úrvalshesti sem er dáður og eftirsóttur bæði heima og erlendis. T.d. Pliohippus - með eina tá Vafasonurinn Draupnir frá Dalsmynni; Margar tegundir hesta voru skildir Merychippus. Ein af þeim var Pliohippus, hestur er uppi var á Pliocene tímabilinu. Nútímahesturinn, Equus, er beinn afkomandi Plihippusar. Þó að það hafi verið breytingar hjá fleiri tegundum er Equus samt talinn vera afkomandi Pliohippusar. Ein tegund af Pliohippus fór yfir til Asíu og fljótlega breiddu þeir úr sér, alla leið til Evrópu. Á meðan í Norður-Ameríku þróaðist hesturinn í loka útlit sitt. Hann síðan breiddi úr sér til Suður-Afríku, þaðan til Asíu og til Evrópu. Hann mun vera forveri múlasna og sebrahesta.

Fyrir 8000 árum dó út þessi tegund hestsins í nýja heiminum og kom ekki til baka fyrr en Spánverjar komu með hestinn á vesturhvel jarðar árið 1400.

Það má rekja þróun hestategundanna eins langt aftur og t.d. tapíra og nashyrninga eða 50-55 milljónir ára aftur á Eósentíma. Hestategundin sýndi miklu meiri aðlögunarhæfni en t.d. nashyrningar og tapírar og tók afar mikla framþróun um tíma.

Það sem er alveg sérstakt við hestana og fornan hestastofn þeirra, hve mikið hefur varðveist af beinaleifum þeirra vegna þess hve bein þeirra, Bæði hausbein, hryggur og fætur voru sterkbyggð og hafa varðveist mjög vel. Hestar hafa með tímanum orðið stærri og sterkari, og einnig hafa þeir fengið mjórri og hærri fætur.
Í byrjun voru fimm tær á hverjum fæti en á nútímahestum er bara einn hófur á hverjum fæti. Tennur og kjálkar hafa einnig orðið sterkbyggðari til að tyggja erfiða fæðu eins og gras.

Það komu fram nokkrar hestategundir í þróun heststins og hér kemur stutt lýsing á þeim:
Grefill var fyrsta hestakynjaða dýrið og bjó í skógum Eósentímans fyrir 50 milljón árum, þeir lifðu á laufblöðum og voru lítið eitt stærri en húsköttur eða meðalstór hundur með fimm örsmáar neglur á hverjum fæti.

Fornihestur var næsta stigið í þróuninni og var uppi fyrir 45 milljónum ára. Hann var lítið eitt stærri en Grefillinn en aðalbreytinginn var að framjaxlar hans fara að líkjast mjög afturjöxlum nútímahesta. Rétt á eftir honum fylgdi Hléhesturinn sem tekur sömu breytingum á tönnum en þar við bætist að miðtáin á honum er byrjuð að vaxa og verða stærri en hinar tærnar.

Miðhesturinn kom fram fyrir um 40 milljón árum og þar með fer þróunin að örvast og þessi dýr fara að fá á sig svolítið meiri hestasvip. Hann var svipað stór og nútímahestur og á þessum tíma hvarf fjórða táin af framfótum hans, sama þróunin hélt áfram í miðlungi, og mótast þar með hinir þrítæðu hestar.

Gróftanni kom fram fyrir 15 milljónum árum og með honum hélt breytingar á tönnum hestsins áfram. Gróftanni var sá fyrsti af hestakyni sem snéri baki við laufum og byrjaði að éta einungis gras. Gróftanni var stærri vexti en forfeður hans, heilinn hafði þroskast mikið og heilinn var orðinn líkur þeim sem er í nútímahestinum. Hliðartærnar höfðu minkað ennþá meira en hófar þeirra snertu jörð, a.m.k. þar sem jörðin var mjúk. Út frá Gróftanna þróuðust margar tegundir þrítæðra hesta. Ein þeirra voru hestlingar sem urðu um langt skeið algengustu hestarnir í Ameríku sem komu fram fyrir um 13 milljónum árum.

Kaflaskipti í þróun hestsins er þega nýhesturinn kom fram fyrir 7 milljónum ára. Þar var kominn stofn einhæfinga, sem öll nútíma hestadýr tilheyra, á þeim tíma urðu jaxlar langir og kröftugir og þar með varanlegir. Nýhesturinn var sá fyrsti í hestakyninu sem hafði bara eina tá starfhæfa. Vegna þess að einungis ein tá eða hófur var starfhæf varð mikil breyting beina og liða í fótum hestsins, og það myndaði lokahlekkinn í þróun hófsins.

Því næst kom fram nútímahesturinn, eða venjulegur hestur eins og við þekkjum þá í dag, með einn hóf og mismunandi á hæð eftir hestategundum. Hann kom fram fyrir 3 milljónum ára og lifir nú á flestum stöðum jarðkringlunar.

Ég vona að ykkur líki þetta. Og vinsamlegast engin skítköst takk.