Einhyrningurinn. Langaði bara að gera eina grein um Einhyrninga.
Einhyrningar eru mest skildir hestum. Þannig ég læt bara greina inná hestar.

Einhyrningurinn.

Einhyrningurinn hefur fylgt sögum og þjóðsögum lengi lengi. Það er sagt að einhyrningurinn hafi töframátt og hann er til.
Töframátturinn leynsit í svarta horninu á enni hans. Margir reyndu að veiða einn einhyrning til að sækjast eftir horninu,
í horninu var töfraduft sem gæti læknað eitthverja sjúkdóma. Þegar einhyrningum er líst eða teiknaðir eða skorinn út var
oftast látið þá vera stælta og granna og skjanna hvítir, og augun kóngablá. Í vesturlöndum er þessi goðsagnavera talin
villt óteymja en í austurlöndum sagður vera friðsamlegur, rólegur og boða gæfu. Þeim er oft líkst eftir geitum,með klofna
hófa og með geitarskegg. Eins og margir vita er orðið einhyrningur komið að orðinu unicorn á ensku, orðið á lengri sögu.
Orðið þýðir/þýddi eitt horn. Þannig varð íslenska orðið að einhyrningi.

Nokkrar staðreyndir um einhyringa og fróðleikur:

Feldurinn varð aldrei óhreinn.

Hornið gat orðir hálfum metri á lengd.

Hann átti að geta flogið með enga vængi.

Hann er vinsælastur af öllum goðsagnar verum.

Og ein þektasta ævintýra persóna fyrr og síðar.

Hornið á að hafa lækningarmátt.

Og lækningar máttur hornsins átti að geta endurvakið þá dauðu.

Hann gat talað öll möguleg tungumál

Ferðast 9000.Kílómetra á einum degi.

Í Austur-Asíu voru líka til frásagnir af nokkurs konar einhyrningi sem kallaðist k'i-lin.
K'i-lin var konungur allra dýra.
Hann var friðsamur, sterkur og vitur.
Og þótti hann mjög líkur kínversa drekanum í útliti.
Sagt var að skrokkurinn á k'i-lin hafi verið þakin hreistri í öllum regnbogans litum.
Eitt sinn hlóp hann í gengum höll kínverska keisarans, Huang-ti. Það var árið 2697 fyrir Krist.

Í sumum löndum er einhyningurinn kallaður “shadhahvar” sem þýddi horn eða grimmd.
Þar sem einhyrningur var kallaður “shadhahvar” var hann álitinn hættuleg skepna.
Á horni “shadhahvar” voru göt og þegar vindurinn blés um götin mátti heyra fallega tónlist.
Með þessari tónlist laðaði hann að sér önnur dýr og drap þau þegar dýrin komu nær.

Á Suður-Indlandi voru einhyrningar kallaðir eale eða yale.
Þeir höfðu tvö horn sem uxu hvort í sína áttina sem gerði þá hæfari til bardaga.

Einhyrningunum var fyrst lýst í Evrópu í forngrískri bók eftir grískan sagnaritara
sem hét Ctesias en sú frásögn er frá árinu 389 fyrir Krist.

Annar Rómverji enn frægari, Gaius Julius Cesar, lýsti einhyrningum svo í riti
sínu um Gallastríðið, Bellum Gallicum, árið 50 fyrir Krist.

Sagan segir að einhyrningar hafi verið stolt dýr sem létu ekki fanga sig og beittu
hornum sínum sem sverðum gegn hverjum þeim sem reyndi að fanga þau. Ef einhyrningur
var eltur var sagt að dýrið kastaði sér fyrir björg, lenti á horninu og hlypi óskaddað
þaðan í burtu. Veiðimenn voru sagðir hafa komist upp á lag með að nota þrá einhyrninga
eftir hreinlífi og sakleysi til að ná þeim með því að nota hreinar meyjar sem beitu.
Einhyrningurinn var svo hrifinn af meyjunni að hann reyndi að nálgast hana. Veiðimenn
vonuðust til þess að einhyrningurinn þyrði að koma svo nálægt meyjunni að hann myndi
leggja höfuð sitt í kjöltu hennar og sofna. Þá ætluðu þeir sér að hlaupa fram og fanga
einhyrninginn. Einhyrningaveiði var vinsæl íþrótt á miðöldum og til er fjöldinn allur
af veggteppum, málverkum og skrautmunum með myndum af veiðinni bæði í Evrópu,
í heimi Íslams og í Kína.

Hérna er það þá komið. Þetta er margt sem ég hef lesið og lært um einhyrninga. Margt vanntar. ÞEtta er ekki allt um einhyrninga. En ég ætla ekki að gera meira.

Kveðja Lilje ;D
— Lilje