Jæja, þá er ég að spá í að skella hér inn grein sem inniheldur lýsingar á mínum hrossum svona til gamans gert, ég ætla að vona að þið hafið gaman af þessari lesningu.
Spegill: Já, ætli ég byrji nú ekki á honum Spegli mínum. Þegar ég var lítill, svona eitthvað um 8 ára gamall þá ákvað pabbi sér til skemmtunar að kaupa þrjú folöld, vegna þess að okker hestar voru orðnir það gamlir að það var kominn tími til þess að eignast önnur hross (áttum enga meri þannig að við gátum ekki ræktað). En já, þegar pabbi kom með folöldin heim, sem eru undan Gyrði frá Stórhóli sem er undan Stormi frá Stórhóli, þá ákvað hann að leyfa mér að velja mér eitt þeirra til þess að eiga, ég auðvitað valdi mér þann sem að mér þótti flottastur, ég valdi hann einungis vegna þessa að hann var með stjörnu. Þannig að það var þá sem ég eignaðist minn fyrsta hest. Þegar kom að tamningu þá var orðinn vel spakur en leit ekkert út fyrir að verða neinn gæðingur, ekki var nú fótliftan há og ALDREI, bara ALDREI sýndi hann nokkurntímann töoltspor þannig að það var ekkert við miklu að búast, og svo var líka raunin (allavega við fyrstu kynni við hestinn með mann á baki). Klárinn varð fljótt þægur en eitthvað gekk nú erfiðlega að eiga við töltið þannig að pabbi brá bara á það ráð og náði sér í nagla og hamar og negldi nokkra nagla, nei nei, þetta kom nú með tímanum hjá honum en það tók sinn tíma, en heldur betur urðu menn hissa þegar þeir sáu tölthreyfinguna hjá honum, svona líka hágengur og flottur en sótti mikið í að brokka. Þannig fór það nú samt að þessi hestur varð hinn mesti gæðingur, þ.e.a.s. sérstaklega í ferðum á sumrin og í löngum útreiðartúrum vegna þess að hann þarf svo miklu upphitun. Enda er hann það stór að sem íslenskur hestur mætti ekkert vera mikið stærri. Má nefna að næstu þrír eru undan sömu hestum.
Spakur: Þá er það komið að honum Spaki en hann er svipað stór og Spegill nema það að hann varð ekki beint jafn mikill gæðingur og Spegill, meiri svona krakkatýpa og alveg traustur. Samt sem áður er hann sá eini af okkar hestum sem hefur sýnt tilburði í að hrekkja og hrekkti pabba lítillega síðasta sumar þegar honum fannst pabbi eitthvað ætla að ofgera sér, mikið skap og karakter hér á ferð, frekar latur en samt sem áður er honum varla reitt í ferðum á eftir hestastóði, svo mikill er æsingurinn, soldið sérstakt.
Þróttur: Hehe, Þróttur kallinn er nú aldeilis sérstök týpa, hann er viljugur, en samt sem áður getur hann verið alveg haugalatur á stað og fetað við lausann taum alla leið út úr hesthúsahverfinu, en þrátt fyrir mikinn vilja hefur hann aldrei nokkurntímann sýnt mikinn vinnuvilja, nema þegar á að fara einhverjar ófærur, eins og í stórgrýti og í hestaferðum, alla sína tíð hefur hann verið misjafn frá degi til dags á gangi.
Prins: Það er nú skal ég segja ykkur eðlis mesti ganghesturinn okkar sem að við höfum átt, hann er dökkjarpur og mjög hágengur, við tömdum hann 5 vetra gamlan og hann fór strax að tölta og þetta líka mjúkt og fínt, nema hvað að hausinn á honum var alltaf eins og hann væri að reyna að snúa sig úr lið þegar hann tölti. En svo fór pabbi með hann í ferð um sumarið, reið honum ekkert, lét hann bara hlaupa alla leið. En svo þegar pabbi leggur á hann aftur um sumarið eftir ferðina þá hætti hann alveg að tölta og fór að snúa sér út í lullið og hausinn á honum varð þannig að það var eins og hann væri að biðja til Guðs að þurfa ekki að tölta, en svo fór þetta svona smátt og smátt að koma hjá honum en hann var alltaf í einhverju basli með lullið í sér en svo er þetta komið núna, verst að það er aðeins sjónhræðsla sem var að plaga hann alla sína tíð og truflar hann enþá. Langar kannski að koma því hérna að að hann Prins og Þróttur eru mjög geðveikir ef maður missir tauminn hjá þeim, þá er nefnilega eins og skrattinn sjálfur sé að elta þá og þeir hlaupa eins og vitfirringar, spurning hvort það sé ekki eitthvað að sjóninni í þeim eða eru þeir bara geðveikir?
Roði: Haha, það er nú aldeilis skrítin skrúfa, hann er undan töltlausri bykkju sem heitir Glói sem gefur auga leið að ekki var sýndur, var frekar geðsjúkur ef eitthvað var, en allavega þá er hann undan henni eldingu sem kemur hérna á eftir. Roði er sá almerkilegasti persónuleiki sem ég hef kynnst á hesti, hann er svo mannelskur og gæfur (annað en faðir hans og móðir). Svo er hann líka soldið mikið ofvirkur. Þarf alltaf að vera utan í öllu, ofan í öllum vatnsdöllum og fleira. Hann vill koma með í útreiðartúr þegar farið er en svo nennir hann því aldrei þegar við tökum hann, honum þykir voðalega gott að láta kemba sér en getur samt sem áður aldrei staðið kyrr þegar verið er að kemba honum, m.ö.o. alveg stórfurðulegur persónluleiki, hann er vel frumtaminn og er farinn að stíga tölt.
Segull: Hann er nú sá afnilegasti sem ég er með í höndunum núna, en hann er undan hesti sem heitir Demantur og kemur frá Langstöðum sem eru rétt við Selfoss. Segull er rauðjarpur, eða svona millijarpur, held að það sér sittlítið af hvoru. Hann verður taminn í vetur og bynd ég miklar vonir við hann, hann virðist vera mjög gangsamur vegna þess að hann hefur sést á yfirferðartölti undir sjálfum sér, ég held að það sé ekki algengt. En faðir hans var víst feikna mikill gæðingur en var síðan geltur vegna þess að hann þótti ekki hafa það sem stóðhestur þurfti að hafa, fótlyftu og fleira.
Snarráður: Jáhá, Snarráður er undan Þætti frá Arnarhóli sem er undan Kormák frá Flugumýri. Snarráður er sem sófi á tölti og brokki, gæfur á húsi og úti í haga, en svo þegar á að eiga við þetta þá er þetta bara hrekkjótt og vitlaust, búinn að vera taminn í ein vetur og gott betur en það og maður er ekki einu sinni orðinn öruggur á því að teyma þetta úti á götu, þegar ekki er hægt að teyma hross þá er eitthvað mikið að, að þetta leggjist á rassgatið þegar á að rífa sig lausann er lítið hægt að gera, mikið prufað að vera fyrir aftan hann með písk en þá fór hann bara í aðra átt, þannig að m.ö.o. þá er hann á leið í sláturhúsið á næstu dögum.
Elding: Eldingu keypti pabbi fyrir nokkrum árum vegna þess að maðurinn sem átti hana var nánast búinn að gera hana hrekkjótta með tungubasli, pabbi fór með hana í ferðir í tvö sumur og hrekkti hún þá í hvorri ferð einu sinni og svo hætti hún þessu vegna þess að hún komst ekki upp með það að vera tungubaslari hjá honum, varð síðan bara nánast að krakkhrossi, ekkert hægt að ríða þesu vegna þess að hún var alltaf að næla sér í bita á leiðinni.
Freyfaxi: Það er sko flottur tveggja vetra foli undan Hvin frá Egilsstaðakoti sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum held ég, hann fæddist rauðblesóttur en er nú orðinn gráblesóttur. Gengur enþá undir móður sinni og er auðvitað SPIKFEYTUR, eiginlega ekkert hægt að dæma það hvort hann sé fallegur eða ekki fyrir spiki.
Dögun: Þetti meri er undan degi frá Kjarholtum, það var maður sem átti hana sem var búinn að hafa hana hjá þremur tamningarsnillingum og allir sögðu þetta, “þú ættir að skjóta þetta”, “þetta er latt og leiðinlegt og vill nánast ekki tölta”, “sækir á girðingar og óstjórnleg”. Þannig að þessi maður var í stuði einn daginn og ákvað að gefa okkur helminginn í merinni og pabbi sagði auðvitað já, svo var hún hjá okkur í fóðrun og eg fór að ríða henni, þá er þetta bara ekkert annað en dúndrandi orkuboma, svo viljugt að ég ræð varla við hana þegar viljinn er mestur (ég er sko búinn að ríða út frá því ég var 5 ára gamall), töltferðin þvílík og það sem hún er alltaf með sama viljann, auðvitað var hún kannski ekki allt of skemmtileg fyrst, vildi ekki hleypa manni á bak nema það væri haldið í hana og eitthvað svona, vildi soldið beygja út af reiðveginum í átt að hesthúsunum, en samt engin vandræðagangur með það, maður bara sýndi henni hina leiðina og það fór hún, vill bara brokka á spýttinu og gerir það líka vel. Þannig að það er undarlegt að maður fái svona grip upp í hendurnar, og það gefins. Núna er hún bara í folaldseignum með fyl undan Segli frá Selfossi, sem er jú minn foli, var geltur nokkrum dögum eftir að hann fékk að fara á hana. Eystað var lengi að koma niður, þannig að hann var geltur þriggja vetra.
En ég ætla að vona að ykkur hafi líkað lesturinn, þetta er soldið langt en það er líka frá miklu að segja, gæti haft þetta tvöfalt lengra ef ég hefði nennt.
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)