Til að sinna eftirspurn höfum við stjórnendur ákveðið að efna til ljósmyndakeppni hér á /hestar. Þemað í keppninni eins og titill greinarinnar lætur í ljós er “Spes móment” og má nokkurn veginn túlka það eins og mönnum sýnist.
Til að taka þátt senda notendur inn mynd eins og venjulega og merkja hana “*nafnmyndar* - ljósmyndakeppnin” eða eitthvað í þá áttina, svo verður að fylgja smá texti um hvað er að gerast á myndinni, hvaða hestur þetta er o.s.frv.
Reglur eru þessar:
• Myndin verður að vera tekin af notandanum sem sendir hana inn (þó er í lagi ef notandinn er á myndinni eða stillti upp).
• Myndin verður að tengjast hestum á einhvern hátt.
• Myndin verður að vera í hæfilegri stærð og gæðum.
• Myndin má ekki hafa verið á /hestar áður.
• Hver notandi má senda inn að hámarki 2 myndir.
Hægt verður að senda inn myndir frá og með 4.október og til miðnættis 4.nóvember og munum við þá setja inn könnun þar sem notendur geta kosið myndina sem þeim finnst best. 11. nóvember verður skorið úr um það hvaða mynd ber sigur úr býtum.
Með von um góðar móttökur,
Stjórnendurnir: Lilja, Regí og Sigrún.