Ég var nú pínku of sein því afi átti afmæli og ég var í fjölskylduboði…. þurfti að hlaupa heim, skipta um föt, fara út í hesthús og leggja á og þá var fólkið bara farið af stað…. en þá gat ég bara komið á móti þeim og tekið hólfin tvö sem voru þeim megin sem ég kom að……
Ég fór á honum Faxa mínum sem er búinn að vera úti í móa og éta í nokkrar vikur svo hann var hrikalega feitur…… en allavega…. ég hreinsaði þarna hólfin tvö og beið svo á brúnni yfir lækinn….. en neeiii….. kindurnar komu og skiptu þær sér í þrennt og fóru yfir báðum megin við brúnna í einu, og það er soldið erfitt að vera á 3 stöðum í einu þannig að við misstum megnið af hópnum yfir lækinn……
En seint um síðir náðum við þeim til baka og þá var haldið heim á leið….. nei þá þurftu þessar blessunarlegu kindur að hoppa yfir skurð inní annað hólf og það var alveg ómögulegt að koma þeim yfir aftur nema að leiða þær eina og eina yfir…. þvílíkt og annað eins vesen…. svo lá nú leiðin í gegnum síðasta hólfið sem er rosalega þýft… þar eru AFAR stórar þúfur og þröngt á milli þeirra….. sumir hrútarnir festust meira að segja á milli þúfna…… þar sjáið þið hvað lömbin okkar eru væn á Hvolsvelli ;)
En það gekk nú með ágætum að koma kindunum inn í pínkulitlu réttina okkar en það var rekið of fljótt inn í réttina…. kindunum var svo heitt og voru svo móðar að það varð geðveikt heitt inní réttinni hjá þeim….. svo að þegar fólkið fór að fara inn í miðja rétt fór að verða svolítið þröngt í hornunum og þegar við fórum að sjá að sum lömbin voru að hverfa ofan í þvöguna var farið reka fólk út úr réttinni og reyna að rýmka um hjá fénu með því að draga það úr hornunum og þar birtist einn lambhrútur dauður…. hann hafði bara troðist undir og kafnað….. það voru nú reyndar einhverjar lífgunartilraunir en allt kom fyrir ekki….. svo fór nú fólk bara að sækja bókhaldið og telja kindur og lömb….
Þá fór ég nú bara heim eftir að hafa fullvissað mig um að hún Ronja mín væri þarna með lömbin sín tvö……. svo fara allar kindurnar út á tún og á föstudaginn náum við í þær…….. en lengri var nú ekki smölunin hjá mér…. ég væri alveg til í að komast á fjall einhverntímann……
Með kveðju frá hestafríkinni…