Þeir þurfa að fá að kynnast því í ró og næði.
Ef tryppi fælist er alrangt að refsa því,Þá setur það hið ókunnuga í samband við refsinguna og verður enn hræddari við það næst.
Sjónhræddir hestar sem fælast oft við sama hlutinn svona eftir því hvernig liggur á þeim eða eru hræddir við allt mögulegt, þó þeim hafi verið sýnt það áður, verður að meðhöndla á annan hátt.
Slíkir hestar verða að læra að hlýða hliðarhvetjandi fæti, svo skilyrðislaust, að hægt sé að beina þeim að hlutum sem þeir hræðast.
Þar lætur knapinn hestinn standa kyrran smá stund og hrósa honum, svo hann finni að ekkert komi fyrir hann.
“The more people I meet the more I like my cat.”