Smá ættar dót hérna um þá:
Tinni: Faðir hans heitir Landi frá Sauðárkróki og er víst einhver hörkuhestur:d Móðir hans heitir Fiðla og er frá Arnarstöðum….
Foreldrar Landa heita:Kjarval frá Sauðárkróki og Hervör frá Sauðárkróki…
Foreldrar Fiðlu heita: Stígur frá Kjartansstöðum og Þokkadís frá Varmalæk.. Svo er ég ekki með ættina hans lengra…
Gustur: Faðir Gusts heitir Bliki frá Kjalarlandi og Móðir hans Rauðka frá Eyvindastöðum…
Foreldrar Blika heita: Freygaukur frá Kjalarlandi og Staka frá Kjalarlandi..
Foreldrar Rauðku heita: Leiknir frá Svignaskarði og Ósk frá Eyvindastöðum..
Er ekki með lengra á blaðinu sem ég held á..
Ég veit að Langlangaafi Gust er Gustur frá Sauðárkróki sem er 1 verðlauna hestur og Langalangalanga afi hans er Sörli frá Sauðárkróki sem er líka 1. verðlauna hestur.. en já svo er Langalangalanga amma Gusts Fluga frá Sauðárkróki..:D
Getur einhver sagt mér hvort að einhver að þessum séu frægir og með gott tölt? Ég hef heyrt að Hervör og Landi séu rosa góð og líka nottulega Gustur frá Sauð, Sörli og Fluga..
Hvað með hina hestana??