Flestir reyna að nýta sumarið til að sinna áhugamálum sínum, í mínu tilviki hestamennsku, kemur það ekki á óvart inná /hestar? Athuglir notendur áhugamálsins hafa kannski tekið eftir því en ég lét mig nánast hverfa seinni part sumars og núna er kannski kominn tími á að ég afsaki vanvirkni mína yfir þann tíma =Þ Ég ætla því að skrifa um sumarævintýrið mitt og þætti gaman að heyra ykkar =Þ

Þetta byrjaði allt með því að það fór hestaferð, frá litlu tamningabúi, framhjá bænum sem ég bý á yfir sumartímann, mér var boðið með en hesturinn minn var á of tæpum járnum til að leggja í slíka ferð. En þarna var nóg af hestum sem þurftu hreyfingu mest allt lítið tamin tryppi en ég sló til og skrapp með..

Fyrsta hrossið brokkaði bara, en reyndist vera full tamið samt, en önnur merin, Ronja átti að vera dauðþæg, 7 vetra lítið tamin en mikið riðin, átti að verða barnahestur, en í þessari ferð hegðaði hún sér ekkert í samræmi við það. Ég átti að vera fyrir aftan og reka á eftir stóðinu, en merin byrjaði á að rjúka, ég beygði henni útaf til að tvístra ekki stóðinu en það var lítil sem engin hlustun í beislinu, prjónaði svolítið og skvetti, en róaðist svo þar sem hún var ekki í nógu góðu formi til að halda svona áfram.. En í hvert skipti sem ég þurfti að beygja útaf til að reka stóðið fylgdu því prjón og skvetta, merin var bara körg og var ég í þó nokkru basli með hana, hún lullaði bara, ekki til höfuðburður, semsagt merin virtist ekki eiga sér nokkra von á að verða að góðum hesti.. Þriðja merin, Ljóska, í upphafi var mér sagt að hún brokkaði bara, þegar þarna var komið var ég orðin nuddbrunnin á fótunum og í lok dagsins náði ég merinni á nokkur töltspor, sjálfsbjargarviðleitni til að verja auma fætur.. Það sem meira er að eigandinn sá tilþrifin hjá merinni, okey þetta voru bara 3-4 skref, en í framhaldi af þessu fékk ég vinnu við tamningar og þjálfun í 2 mánuði.

Seinni daginn í ferðinni ætlaði ég að koma á ÓÞokka á móti þeim, en um morguninn kom í ljós að hann hefði misst undan sér svo morgunninn fór í að redda því, þar sem hann átti að koma með út að Hólum.. Þegar það fannst skeifa náði maður að redda járningu, fyrsta skipti sem ég járna sjálf, hef samt hjálpað við járningar margoft, við spáðum því að járningin héldi ekki út að Hólum.. En samt þá hélt hún ágætlega, og var vel föst þegar við járnuðum næst.. eftir um 2-3 vikur ef ég man rétt..

En svo var mér skutlað til þeirra og þá var mér hleypt á mjög góðan hest, hesturinn dansaði af fjöri á eftir stóðinu og fékkst ekki til að feta né standa kyrr, minnti mjög á “andalúsíu” hest.. En næst þegar ég fór á hann var hann hálf daufur miðað við í ferðinni.. En svo var stoppað heima, ég lagði á ÓÞokka minn og Strákur var rekinn með inn að Hólum..

Merarnar tvær Ronja og Ljóska voru alfarið settar í mínar hendur, eins ofboðslegar frek meri sem fékk nafnið Aska en var oftast kölluð Öskubuska, ég tók hana mest í gerðinu en eining í stutta reiðtúra og svo fór ég svolítið á tvo 4 vetra fola í gerðinu, kenndi þeim á beisli og litlar æfingar.

Ekkert hross mun nokkurn tíman koma mér eins á óvart og Ronja gerði, fyrst var hún löt og körg en eftir viku var hún orðin í miklu eftirlæti hjá mér, hún reistist upp, hreinsaðist á töltinu fór að brokka, lærði að hafa gaman að hleypingum sem eigandinn sagðist aldrei hafa komið henni á, höfuðburðurinn myndaðist og viljinn jókst, Ronja þurfti bara tíma og mikla þjálfun með miklum tilbreytingum.. og það var á hreinu þegar ég fór að ef hún myndi ætla að losa sig við merina eða selja hana myndi ég hafa áhuga. Ljóska hafði ekki en náð tökum á töltinu en var að komast í rétta átt þegar hún missti undan sér og það var ekki búið að negla undir hana þegar ég fór..

ÓÞokki minn hresstist allur og bætti sig talsvert yfir tímann, lærði loksins söfnun og reyndist geta lyft ágætlega, hann var nokkur ár á Hólum og reistist um u.þ.b. 10 cm bara við að koma þangað..

Síðustu vikuna var ég orðin leið á endalausum tryppum sem kunnu ekki neitt, ekki það að ég vildi hætta, mig vantaði bara smá tilbreytingu svo ég sótti folann minn, Strák frá Miklabæ og fór að kenna honum sveigjustopp og ætlaði nú bara að gera það, en hið ótrúlega gerðist.. Folinn var að grípa í töltið.. En í framhaldi af því fór ég að prufa viðbrögðin eftir hálftíma var klárinn töltsettur! En þar með fór ég á hann þá vikuna, var farin að fara á hann berbak sleppa ístöðum og aldrei neitt vandamál, en folinn bætti við viljann með hverjum deginum og hef ég mestar áhyggjur á að viljinn fari úr böndunum..

Launin mín voru nú reyndar ekki annað en það að geta verið í hestum, fá leiðsögn og reynslu auk þess að ég var með hestana mína þarna líka. En þegar ég var í hestum um það bil frá eitt til eitt og vann í girðingum og almennum sveitastörfum fyrir hádegi hafði ég bara engan tíma til að komast inn á netið.. Svo afsökunin mín er að eftir allt að því 17 klst. vinnudag hafði ég bara ekki tíma ;Þ

En hvað gerðuð þið í sumar? Hvernig var hestamennskan? Var farið í hestaferð?
-