Byrjun mín í hestamenskuni
Það byrjaði þannig að ég var um það bil 3 ára þegar ég bið pabba og mömmu að gefa mér hest en auðvitað segja þau nei!!! Seinna þegar ég verð 9 ára fær pabbi hest handa mér í láni, það var hestur sem var nú ekki allveg barnahestur en ég fékk hann samt og auðvitað var ég búin að fara á nokkur námskeið!! Þessi hestur var stór og flottur með stjörnu og brúnn. Hann rauk með mig og svona en hennti mér alldrei af baki nema ég datt einu sinni eða tvisvar útaf smá óheppni. Hann hnaut mikið og ég varð alltaf að vera viðbúin öllu!!!! Seinna meir þegar ég var í 7.bekk semsagt 13 ára þá segjir pabbi mér að við séum að fara að skoða svoldið sem er fermingargjöfin mín en ég get ekki beiðið og hann segjir mér að ég fái að velja milli Jarpskjóttans hest eða gráans…. Mig hefur alltaf langaði í skjóttan hest en samt var erfitt fyrir mig að velja, þegar við komum að bænum þar sem hestarnir eru þá sá ég Jarpskjóttan hest allveg dúndurfagran og ég hugsa vonandi er þetta hann þegar við komum útúr bílnum þá bendir maðurinn á þann skjótta sem mér fannst svo fallegur og einhvern annan þegar ég er búin að sjá þá er ég snögg að velja og tek þann skjótta… Svo þegar ég fer með pabba inní sveit að kíkja á hann þá sagði pabbi mér að hann væri búinn að kaupa annan brúnann handa sér sem ég fékk líka í fermingargjöf !!! þeir heita Tinni(brún) og Gustur(jarpskjóttur) það er mynd af Gust í mynaalbúminu þarna svo ég sendi hérna mynd af Tinna með..