Nokkrir punktar um Íslenska hestinn og peptalk Jæja, mér finnst þetta verið komið nóg af þögn á þessu áhugamáli og ég ætla að athuga hvort að ég geti eitthvað hresst upp á þetta með því að senda inn grein.
Ég veit ekki mikið um hestana, en ég fór á netið að leita og fann hitt og þetta.
Ég vona að þið hin takið undir og látið í ykkur heyra og sendið inn greinar, það fer nú að hausta og ekki langt í að hrossin verða tekin í hús :)

Eins og flestir vita býr íslenski hesturinn yfir 5 gangtegundum, fet, brokk, tölt, stökk og skeið, og hann er einu hesturinn í heiminum sem býr yfir þeim öllum.
Þetta eru ljúf dýr en búa yfir miklum karakter, þeir eru frekar lágvaxnir en ég held að ég fari með rétt mál þegar að ég segi að þeir flokkast ekki undir “pony”.
Þeir eru rosalega fótvissir, sem kemur sennilega til af því að alast upp í mógrónu landi, þeir eru stöðugir í skapinu og fæstir eru taugaveiklaðir, og því fælast þeir ekki jafn oft og önnur hestakyn, þó að það sé náttúrulega misjafnt eftir einstaklingum.
Íslenski hesturinn er sterkbyggður og fer frekar auðveldlega með að bera manneskju sem er 100 kíló, en þrátt fyrir það er traustur og hentar öllum, ungum börnum sem eldra fólki.
Einnig er þetta með þeim hestakynum sem lifa lengst, og ég held að sá íslenski hestur sem hafi orðið elstur hafi verið 57 ára þegar að hann dó.
Það er oftast byrjað að temja þá í kringum 4 vetra aldurinn, og um 7 vetra hafa þeir náð endanlegri stærð.
Litaflóran hjá þessu kyni er með eindæmum fjölbreytt, og það er hægt að finna allskyns litbrigði og mynstur hjá þeim, held að það séu um 42 litbrigði þekkt í dag.
Ég las einhversstaðar að ástæðan fyrir því hve þýður íslenski hesturinn sé er sú að hann hefur aldrei verið látinn draga neitt, heldur allt sett á bakið á honum.

Þess má geta í endann að þetta hestakyn er í stórsókn í útlöndum, aðallega í Evrópu og þá Þýskalandi og Austurríki helst, en einnig eru Bandaríkjamenn að taka við sér eftir að það hafi verið töluvert unnið í markaðssetningu hrossana þar í landi.
En ég hef einnig heyrt því fleygt að þjóðverjar sé að verða komnir með sterkara kyn en við hér heima, og ég tel að ein ástæðan fyrir því sé sú að mörg okkar bestu hrossa sé send út á HM, og fá auðvitað ekki að koma heim aftur.

Ég vona að ég hafi ekki farið með rangt mál í þessari grein, og ef svo, endilega leiðréttið mig og bætið við því sem ykkur finnst vanta :)

Kveðja, Zaluki
———————————————–