Ég held að hann hafi snúið sig eitthvað eða mistigið í þeim reiðtúr, því daginn eftir kom hann haltur úr stuttum reiðtúr, þá var hann hvíldur í nokkra daga og minkað við hann fóðurbætinn, og þegar hann var prufaður aftur þá var hann orðinn haltur á annari löpp, eftir skoðun frá dýralækni kom í ljós að hann var bara að byrja að múkkast..
Eftir 3 vikur í hreifingaleisi, þá sýndi hann enga helti og því fór ég aftur á bak, eingöngu í gerðið sem hann í raun þolir ekki, en hann var bara nokkuð fínn. Hann á að kunna svegjustopp mjög vel og hlíddi því áður jafnvel á stökki. En svo ætlaði ég í stuttan reiðtúr, fékk fyrst bara rokur, varð að snúa við og skilja hundinn eftir, hann fór eitthvað í taugarnar á klárnum.
Klárinn slaknaði allur niður þegar hundurinn var farinn og því hélt ég að það yrði í lagi en þá komst ég rétt niður fyrir hesthúsin þegar klárinn byrjar að rjúka, ég sveigði hann um leið en mér til mikillar undrunnar, rykkti klárinn í tauminn, setti upp krippu og stökk ofan í skurð þarna við hliðin á en ég er ekki alveg viss hvort hann hafi skvett eða ekki.. En að upplifa þetta frá annars þægum klár, klárnum sem ég lærði næstum alla mína hestamennsku af, klárnum sem tók úr mér hrollinn þegar mér var hent á harðastökki, að hann taki upp á því að henda mér kom mér bara allt of mikið á óvart.. En ég fór beint á bak aftur inn á reiðvöllinn og eftir nokkra hringi meira og minna í roku gaf klárinn sig og fór að hlíða og svo snarstansaði annar klár með mig sama dag og ég flaug aftur af… En allaveganna lét hvorugur mig labba heim ;Þ Þó sá seinni hafi verið mjög stressaður fyrst á eftir, ég er en að spá í því hvað fældi hann..
En næsti reiðtúr var stuttur og áfallalaus, líklega þar sem klárinn var á mörkunum að missa undan sér og ég fór því strax til baka, en sá þriðji, þá var klárinn nokkuð stilltur þangað til 3 hestar sluppu þegar verið var að á og ég stökk á bak til að stoppa þá.. Þar misti ég klárinn í allsvakalega roku, yfir mjög þýft og óslétt svæði, hraðinn var í raun allt of mikill fyrir þessar aðstæður, hefði hann mistigið sig aðeins þá veit ég ekki hvar við hefðum endað en ég náði samt að komast framm fyrir hina að lokum, en klárinn var nánast búinn á því, held ég hafi næstum sprengt hann.. En hann náði sér nokkuð vel niður á bakaleiðinni og var því nokkuð stilltur heim…
4 reiðtúrinn var fínn annað get ég ekki sagt klárinn var næstum eins og hann átti að sér að vera..
Þar með treysti ég honum í hóp reið í dag en þá var hann nokkuð stilltur fyrir utan smá roku sem endaði með því að ég skellti honum út í sjóinn, þar sem hann er hálf hræddur við öldurnar þá hægði hann strax niður, en svo kom annað sjokkið, klárinn varð fúll þegar ég lét hann dragast aftur úr fremmstu hestunum. Þá byrjar hann að rjúka, ég begði honum upp í þúfur til að hæja hann niður eða koma honum allaveganna á brokk, en hann rauk bara og þá skellti ég honum í sveigjustopp þar sem hann reyndi sama “leikinn” og síðast nema í þetta skipti svetti hann vel upp og ég náði að tolla á baki…
En málið er samt að áður voru þessar rokur hans sjalgæfar og hann hafði aldrei sýnt neina hrekki stöku prjón reyndar en annars bara smávægilegar rokur.. En er það ekki alveg raunhæft að þessi ofsavilji og skapið vesni svona svakalega bara af fóðurbætinum ásamt því að hann var kominn í toppform þegar hann heltist? (reyndar farinn að vera full grannur og því kom fóðurbætirinn inní)
En annars var hann altaf mikill keppnishestur, ef hann fékk að ráða var hann alltaf fremmstur og ef hann dróst aftur úr og hinir fóru á harða stökk gat hann alltaf náð þeim ef maður slakaði bara aðeins taumnum.. En þarna var hann bara orðinn nokkuð hættulegur..
En mér langaði bara að deila þessu með ykkur, jafnvel vita hvort aðrir kannist við þetta og lumi nokkuð á góðum hlíðni æfingum til að auðvelda manni að halda stjórninni ;Þ Ég hef verið að láta hann bakka, sveigjustoppa, kyssa ístöð og lækka sig, ásamt einhverjum æfingum sem við höfum farið í á reiðnámskeiði sem ég er á. Hann hefur aðeins gefið sig við það en er en full geðvondur ef ég reyni að hægja hann niður, og er hann lang verstur niður af skeiðinu ;Þ Veit ekki afhverju það er en svona er það ;Þ
En endilega segið frá ykkar hestum, hestum sem þið þekkið og ykkar reynslu, hvernig hesta fílið þið? Hvað segiði þá? ;Þ
-