Úff.. Ég ætla aðeins að deila með ykkur smá um klárinn minn, hann Þokka og heltis vesenið á okkur… og hver veit kannski getiði sagt mér eitthvað hvað gæti verið að helta hann eða ráðlagt mér eitthvað hvað ég get gert fyrir hann ;Þ

En núna er hann haltur og það lítur allt út fyrir að hann sé ekki að fara að lagast neitt á næstunni.. Fyrir viku kom upp smávægileg helti á hægri frammlöpp en við ákváðum að tékka aðeins á löppinni og kemur það í ljós að hann er að byrja að múkkast, en þó ekki það mikið að það ætti að há honum neitt, það var dregið undan þar sem hann var ný uppjárnaður að framan var hann nokkuð nájárnaður? En svo er mér sagt að það hefði ekki mátt draga undan ef það væri málið!

En svo liðu nokkrir dagar og ekkert sást af hellti svo ég lét járna hann aftur og fékk reyndara fólkið til að segja mér hvort hann væri en haltur, ég bjóst í rauninni við roku, svo ég fór inn í gerði. Yfirleitt hefur þessi klár ekki sínt neina helti fyrr en það er eitthvað slæmt, t.d. fann ég ekkert fyrir heltinni vikunni áður, en þarn fann ég bara að það var eitthvað meira en lítið að, hann var draghaltur á vinstri afturlöpp nýkominn úr vikuhvíld…

Það er ekki vitað hvað er að, en hann er svolítið bolginn og allur stífur, það er reyndar ekkert nýtt hann hefur aldrei gefið lappirnar vel, hann er full grannur og er því á fóðurbæti sem kallast þróttur, en það hefur ekki náð honum upp svo við ætlum að skipta um. En við hringdum í dýralækninn og hann kemur einhverntímann á næstu dögum…

En málið er líka að þó Þokki myndi lagast að heltinni þá er þetta fjörofsa klár svo allaveganna á þessu kraftfóðri þá er óvíst að hann verði reiðfær aftur fyrr en einhvern tímann í sumar.. Ég er strax farin að sakna hans, það er ekki það sama að fara á hesta sem hafa ekki hálfan kraftinn á við Þokka, synd að sjá svona eftir honum, í fyrsta sinn síðan ég fékk hann fyrir 2 árum sem hann er í fullri þjálfun.

Sjálf er ég voðalega paranoid við ókunna hesta eftir að mér var hent af baki á harðastökki fyrir 1,5 árum en sama hve mikið kast Þokki hefur tekið með mig á baki þá hef ég bara haft gaman af því nema þegar hann hentist í harðastökksroku í gerðinu með mig berbakt og þegar ég var með nánast ótamið tryppi á teymingargjörðinni og klárinn bara rauk, veit en ekki hvernig það bjargaðist, en ég teymi aldrei framar á honum…

En þrátt fyrir allt þetta viðþolsleysi og rosalegta óþolinmæðina þá er Þokki klárinn sem kom mér inn í hestamennskuna, þegar ég datt illa og misti allan kjark við hestana þá var Þokki ávalt þar, við það eitt að setjast á bak þá fannst manni maður til í næstum allt! Þegar vinkona mín, alóvön hestum lenti í roku, þá gat ég stoppað hana á honum, hvaða hesti sem var hleypt þá þaut hann alltaf frammúr ;Þ Ef hann væri ekki orðinn 13 vetra þá væri hann ábyggilega kjörinn í kappreiðar ;Þ

Svo fór ég að lýta á kaldhæðnis björtuhliðarnar, kannski er þetta bara ágætis spark í afturendann um að gera eitthvað í tryppinu mínu, honum Strák, en það er bara búið að fara 4 sinnum á hann og ég er nú þegar búin að detta af, en hann er eina hrossið sem ég hef fyrir reiðnámskeið sem er eftir 1-2 vikur.. Kannski þurfti bara eitthvað til að koma mér af stað ;Þ En hvað haldið þið er þetta mögulegt? Svo er það nátla spurning hvort ég fái að mæta með tryppið ;Þ
-