Já. Það er komið að því að minnast til eins fallinn gæðings. Fengur frá Gafli. Hann er ekki skráður á worldfeng en hann var undan Júní frá Syðri-Gróf (A-flokkur LM '86)
Fengur var með mikið skap eins og faðir sinn. Ófá skipti voru þau að hann rauk úr velli eða þrykkti knapanum af baki á sínum yngri árum. En hann náði þá að vinna Sleipnisskjöldinn þegar náðist að halda honum inná velli án mistaka. Og eitthvað eftir það vann hann smá mót innan félagsins.
Eftir þennan sigur var hann Gæðingur ársins á Suðurlandi árið 91. Mörg tilboð sem barst til hans föður míns eftir þennan þrekmikinn sigur. En hann lét honum ekki.
Fengur var ferðahesturinn hans pabba í mörg ár. Svo þegar komu fleiri góð ferðahross í spilið varð hann minn reiðhestur. En pabbi fékk að ríða honum þegar hann vildi.
13 ára gömul tók ég þá áhættu að keppa á honum í firmakeppni vor eitt sem ég var með hann. Ég hampaði 2 sætið sem mér þótti bara gott. Því að ég ætlaði bara að keppa á honum einu sinni. Enda var klárinn orðinn 21 vetra. Pabbi, Einar Öder (sem var með hestinn áður) og aðrir sveitakallar sem þekktu til hestsins horfðu á samleikinn hjá mér og hestinum. Þeir áttu von á að klárinn myndi taka uppá einhverjum óleik. En hann gerði það ekki. Kláraði með mér programið og svo fetaði hann bara útur vellinum sallarólegur. Enda sagði ég eftir á að klárinn er fyrst að róast núna. :)
Í 5 ár eftir þetta var hann ferðahesturinn minn. Þrekmikill hestur. Síðast þegar ég reið honum var í réttunum í fyrrahaust. Síðasta árið sem hann lifði fannst pabba það rétt að sleppa því að ríða honum þennan vetur.
Í sumar greindist hann með bráðarkrabba í kjaftinn. Honum hrakaði fljótt og var því ákveðið að fella hann. 13 október var hann felldur.
Vil engin skítköst. Ég vildi bara deila þessu með ykkur. :)