SGagnabankinn hestur.is hefur nú náð nokkurn veginn samtímabirtingu nýrra gagna um kynbótasýningar í flestum mikilvægum ræktunarlöndum íslenzka hestsins.
Mikill hluti sýninga þessa árs hefur þegar verið haldinn og eru sundurliðaðar niðurstöður komnar í gagnabankann og víxltengdar þar fyrri gögnum.
Öllum íslenzku sumarmótunum er lokið og eru þau öll í gagnabankanum. Næsta mót verður fjórðungsmótið á Kaldármelum fyrri hluta júlí og síðan verða síðsumarsýningar í ágúst.
Dönsku sumarmótunum er lokið. Þau eru þegar komin í gagnabankann. Eitt síðsumarmót er eftir þar í landi.
Sænsku mótunum er lokið utan tveimur, sem verða síðar í sumar. Liðin mót eru þegar komin í gagnabankann.
Þýzkum mótum ársins er flestum þegar lokið, þar á meðal landsmótinu. Öll þessi mót eru þegar komin í gagnabankann.
Engin mót verða í Bretlandi, Bandaríkjunum og Skotlandi á þessu ári og óvíst er, hvort mót verður í Hollandi.
Við eigum von á niðurstöðum lítilla móta í Sviss, Finnlandi og Austurríki, eins í hverju landi.
Þær viðbætur verða ekki stórvægilegar í samanburði við þær upplýsingar, sem hafa flotið stríðum straumum inn í gagnabankann á síðustu vikum.