Uppáhaldshesturinn Er ekki alltaf voða gaman ef einhver segir frá uppáhaldshestinum?? bara pæling að setja eitthvað hérna inna því þetta áhugamál er því miður ekki alveg það virkasta…..

Allvega, uppáhaldshseturinn minn Heitir Blesi svona í daglegu tali en þegar ég keppi skrái ég hann sem Glæðir, af virðingu við afa hans sem var víst alveg frábær. Blesi er alveg rosalega sterkur hestur sem hefur hraðasta tölt sem ég hef nokkurn tímann setið. Hann er frekar erfiður og getur verið mjög stirður í hálsinum og stífur í taum. Stundum hefur hann líka svolítið of sterkar skoðanir á því hvert á að fara en hann er bara ákveðinn og það kemur fram í því hversu viljugur hann er.

Ég held að ég hafi verið 12 eða 13 þegar ég byrjaði að ríða Blesa, man það ekki alveg en ég var allavega í barnaflokk. Pabbi hleypti mér á Blesa í byrjun vetrar og svo keppti ég á honum á vetrarmóti á Hellu þar sem ég komst nú ekki langt því að ég réð ekki alveg við hann, hann hljóp bara upp á hraða töltinu. Eftir það ákvað ég nú að nú skyldi ég vinná mikið í þessu hesti því jafnvel þá fann ég að þetta væri hestur sem væri mikið efni í… svona ef ég gæti ráðið við hann. Auðvitað fékk ég mikla hjálp frá pabba en samt gekk ekki alveg eins og í sögu því ég einfaldlega var ekki nógu þroskuð til að fá svona góðan hest til mín og þess vegna eyðilagði ég hann næstum því en pabbi greip inní á síðustu stundu. Eftir þetta tókum við Blesi okkur svolítið frí frá hvort öðru.

Afi minn kom mér svo á óvart með því að gefa mér svo Blesa í fermingargjöf. Síðan þá höfum við verið óaðskiljanleg. Á þessum tíma var ég farin að lesa mér til um tamningar og þjálfun og var meira tilbúin að taka við svo sterkum og erfiðum hesti. Ég fór markvisst að vinna í taumstífninni og stirðleikanum í hálsinum og gekk bara mjög vel. Það kom í ljós að við áttum bara rosalega vel saman og mér gekk virkilega vel með hann.

Ég man nú ekki alveg eftir hverju einasta móti sem við höfum keppt í en ég hef alltaf reynt að keppa á sem flestum litlum mótum hér á svæðinu, vetararmótum, firmakeppnum og á hinu árlega fóðublöndumóti á Hvolsvelli (heimabæ mínum). Okkur Blesa hefur alltaf gengið vel á mótum, eða OK oftast….. ég var í 2.sæti á firmakeppni og hef oft verið í 3-5 sæti á vetrarmótum sem er nú bara gott finnst mér miðað við hvaða stelpur eru að keppa á móti mér. Síðastu 2 árin hef ég nú ekki keppt eins mikið á Blesa eins og fyrst því ég fékk aðra hesta, aðeins “glæsilegri” en Blesa en alltaf ef mig vantar hest á eitthvað mót sem er hægt að skrá sig á staðnum tek ég yfirleitt Blesa, þó svo ég hafi ekki verið að þjálfa hann sérstaklega fyrir mótið. Hann er hestur sem er alltaf tilbúin í allt.

Ég vildi bara að ég gæti þakkað honum á annan hátt en að vera góð við hann…. því það er allt Blesa að þakka hvað ég hef þroskast sem knapi og er treysti mér til að taka að mér erfiðari tilfelli en hann. Blesi er líka sá sem ég fer á bak á eftir að hafa verið að vinna að leiðinlegum hestum, þá er dagurinn fullkominn.


P.S. Myndin sem ég set hér með er ekki góð mynd en bara til að sýna hann Blesa minn…. Takið eftir að blesan á honum er svolítið skökk, mér finnst það alltaf svo töff….
Með kveðju frá hestafríkinni…