Þetta er ekki copy/paste ég fann þetta víða útum netið.
Myndinn er af íslenskum hesti sem er mjög djúp syndur;). Ég fór einu sinni á sund þar sem vatnið náði mér upp í háls.
Arabíski hesturinn
Arabíski hesturinn er mjög frægur og talað er um arabísku gæðingana. Þeir hafa stökk, fet og brokk. Býsna fallegt og geðgott hestakyn. Margir aðdáendur kynsins hafa plaköt af þessum hrossum fyrir ofan rúmið hjá sér til að brokka það í svefn… Pælið í því.
Belgískur dráttarklár
Belgíski dráttarklárinn er sterkur og er algjör andstæða Tuma þumals ef þú kannast við söguna! Þeir hafa þrjár gangtegundir. Það má nú vorkenna greyjunum því þeir eru taglstífðir og hafa því enga vernd fyrir flugum! Munið: Ekki drepa kóngulær! Þær losa okkur við mýjið!
Norski fjarðahesturinn
Norski fjarðahesturinn, hver kannast ekki við klárinn? Hann er langoftast bleikálóttur. Frekar þungbyggður en vinalegur. Hann er þónokkuð stærri en okkar gamli góði og hann hefur þrjár gangtegundir. Hanakamburinn, faxið, einkennir þetta hestakyn.
Frísneski hesturinn
Frísneski hesturinn er talinn einn hárprúðasti og fallegasti hestur í heiminum. Hann er stór og hans aðalhlutverk er sýningar og aftur sýningar. Glæsileiki einkennir þennan hest, hann hefur 3 gangtegundir og þykir brokkið einna best.
Indjánahestar
Paint horse eða bara Indjánahestur á sannri óflekkaðri íslensku! Hver hefur ekki séð þetta þriggja gangtegunda hestakyn hlaupa úr sér lungun í John Wayne myndunum? Eða þá bara Pocahontas? Stórir hestar og oft þannig útlits að þeir séu nær dauða en lífi, skemmtilegir á litinn.
Quarter hestur
Quarter hestur er risastór, frekar lúðalegur og fæst við svokallaða ,,kúrekareið“. Klárinn er viðbragðsfljótur en enginn reiðhestur. Hann er kallaður fjórðungshestur á engilsaxneskunni…bara fjórðungur miðað við þann íslenska!
Tennissee Walker
Tennisee Walker er stórt og ,,hágengt“ hestakyn. Þetta eru afar tignarlegir hestar. Þeir hafa fjórar gangtegundir, fet, brokk, tölt og stökk. Sumir eigendur þessarra hesta gera í því að eyðileggja fæturna á þeim með því að skella margra kílóa botnum undir hófana á klárunum! Algjört frat og dýrapíning.
Thorughbreed
Thorughbreed kynið er mest notað í hindranastökk og kappreiðar og stendur sig vel á þeim grundvelli. Snöggir og miklir hlaupagarpar. Þeir eru afar stórir og hafa þrjár gangtegundir og gettu nú hverjar þær eru…
Trakehner kynið
Trakehner kynið er aðeins faxprúðara en Thorughbreed kynið. Þeir eru að sjálfsögðu mjög stórir og þeir geta hoppað yfir heil ósköp! Þeir notaðir í útreiðar og margt fleira.
Welsh pony
Welsh pony, hann er þvílíkt sætur! Pínkulítið krútt sem hefur þrjár gangtegundir, oft notaður sem gæludýr eða í sirkus. Smáhestar eru þó þekktir fyrir geðvonsku en kannski býr sá stutti ekki yfir slíkum brestum?
Andalúsíuhestur
Andalúsíuhestar eru spænsk heststegund, mikið notaðir í dressure æfingar og í aðrar sýningar. Einnig eru hestarnir notaðir í æfingar sem spænski reiðskólinn framkvæmir, svokallaðar “Haute-École” æfingar. Um 157 cm háir og eru oftast gráir, aðrir litir eru þó þekktir. Klárir klárar!
Lippizan
Lippizan hestar eru svona 160-168 cm háir, einkennislitur kynsins er grár en af og til fæðast þó vitaskuld brúnir og jarpir hestar.
Íslenski hesturinn
Íslenski hesturinn, smár en knár! Hvorki meira né minna en fimm gangtegundir! En auðvitað eru til undantekningar með stærð. Íslenski hesturinn er fallegur, yfirleitt faxprúður og margir eru hágengir, ná upp í vinkil. Meistarahestar sem eru sífellt að verða vinsælli.
Fyrigefið ef þetta er illa uppsett.;)