Akhal Teke er meðal þolnustu hestakynja í heiminum. Þeir geta tekið þátt í meira en þúsund km hlaupi og það nánast án þess að drekka og éta. Þeir eru sterkir og geta borið 2 fullorðnar manneskjur yfir erfitt landsvæði og hlaupið á mesta hraða stuttar vegalengdir í einu í reiðferðinni.
- Akhal Teke kynið á ættir sínar að rekja til Túrkmenistan í Miðausturlöndunum - frá ræktuninni þaðan fyrir 2,500 árum. Þeir eru loftháir og bolléttir, faxrírir en hafa fíngert tagl og silkimjúkan feld. Hæðin er yfirleitt 1.55 á herðarkamb. Helstu litir eru rauður, leirljós, grár, svartur og móálótt - og oftast er orðinu ‘'gyllt’' bætt við - feldurinn hefur þá gyllta slikju yfir grunnlit sínum og verður hesturinn þá með gullnum blæ í sólskininu.
- Geðslagið er mjög gott, höfðinglegir hestar á ferð - sumir þó kaldlyndir og ákveðnir - stoltir. Hreyfingar þeirra eru sagðar minna á snákinn - liprar, snöggar og mjúkar. Hesturinn er mikið notaður í útreiðar og svo í keppni eins og dressúr, kapphlaup og hindrunarstökk. Akhal Teke býr að þrem gangtegundum, stökki, brokki og feti.