Mig langar að segja ykkur eina sanna sögu.
Þannig var að ég ætlaði í útreiðatúr með vinkonu
minni og þar sem hún var vön og átti hest reið
hún berbakt (við þurftum að ná í hnakkana uppí
hesthús)og ég hugsaði með mér fyrst að hún getur
þetta hlýt ég að geta það líka þó ég sé óvön. Ég
skellti mér á bak, vafði löppunum um hestinn og;
"hott hott; hesturinn fór af stað og ég missti
takið (nema hvað ég var óvön!) eða rann einhvernveginn
einsog hnakkur sem er illa festur, undir hann og datt
loks í götuna og steinrotaðist. Það fyrsta sem ég sá
þegar ég rankaði úr rotinu var vinkona mín sem stóð
yfir mér skellihlæjandi! Tíkin sú arna! hehe en fyrsta
sem ég sagði og athugaði var; HVAR ER HESTURINN!? Þannig
að þetta er satt sem að er sýnt í bíómyndunum, það fyrsta
sem manni dettur í hug er hvar hesturinn sé.
;)