Langt síðan maður hefur litið hér inn.
Þegar ég les þessa grein og svör sem komið hafa við þessari grein verð ég hálf hneykslaður. Til dæmis þú höfundur greinar þykist geta dregið þá ályktun að maðurinn sem flautaði á þig sé hestamaður vegna þess að hann flautaði á þig, hvar er skynsemin í því?
Þú ert einfaldlega í bræði þinni að kenna öllum hestamönnum um að vera fábjánar vegna einhvers manns sem að flautaði á þig á veginum. Einhvern veginn grunar mig líka að þú sért ekki að segja alla söguna því fólk hestamenn eða bílamenn flautar ekki á annað fólk bara sí svona.
Og Steiny, þú ert gott dæmi um þessa týpu sem er of svöl og gefur skít í allt annað en rassgatið á sjálfum sér, stundum jafnvel kallaðir gúmmítöffarar. Heldur að það sé bara ekkert mál að flauta eins og maður getur á hestamann því hann er á hestbaki. Þú hlítur að vera ansi treggáfaður. Þú gerir þér sennilega ekki grein fyrir áhættunni sem því fylgir er það nokkuð? Maðurinn á hestinum gæti verið á hrossi sem er ótamið og það er reyndar mjög líklegt og því eru afleiðingarnar alveg ófyrirsjáanlegar ef einhver myndi flauta á hestinn. Hestar eru lifandi verur rétt eins og við, þær bregðast við hættu til dæmis með því að flýja, því tel ég það mjög líklegt að hestur knapans myndi rjúka og þá getur allt gerst. Knapinn gæti flogið af baki lennt illa, þurft að vera í hjólastól alla sína æfi lamaður, skaddast á heila eða jafnvel dáið. Síðan gæti hesturinn líka skaddast illa til dæmis ef hann hleypur á girðingu eða í veg fyrir bíl þá er hesturinn dauður og bílinn skemmdur og það mundi kosta pening. Þess vegna er mjög líklegt að þú yrðir kærður og jafnvel finnst mér að það mætti kæra þig við tilraun til manndráps að gáleysi.
Það þarf að hugsa svolítið um hlutina áður en maður framkvæmir.
Týpískt svar frá þér núna álykta ég að væri eitthvað á þessa leið: ,,Og? mér er drullu sama þó að gaurinn drepist eða helvítis hrossið!"
En það myndi bara undirstrika kenningu mína um þig.
Nú legg ég til að hætt verði að draga fólk í svona dylka, hestamenn séu slæmir ruddar sem þykjast eiga allt og alla og vesælings mótorhjólamennirnir eru bara að reyna að sinna áhugamáli sínu en fá ekki frið fyrir helvítis hestamönnunum.
Ég er hestamaður og ég þekki vel þá tilfinningu að vera á baki hrossi sem ég treysti ekki fullkomlega jafnvel lítið tömdu hrossi og sjá mótorhjólamann eða stóran flutningabíl koma í átt að mér, það get ég sagt þér að sú tilfinning er mjög óþægileg.
Einnig hef ég lennt í því að vera á hestbaki og sjá mótorhjólamenn koma í átt að mér og sjá þá stoppa og drepa á hjólunum, sú tilfinning er æðisleg, þá þakka ég þeim fyrir kurteisina og finnst þér fyrir vikið vera mun meiri menn heldur en þeir sem gefa skít í allt og keyra næstum því á mann. Finnst mér að margir mættu taka sér þessa góðu menn sér til fyrirmyndar því að það er auðveldara að hafa stjórn á vél heldur en lifandi veru.
Auðvitað eru síðan til þeir menn sem telja sig æðri öðrum á einhvern hátt, stórir með sig og þurfa sitt pláss, einhverjir þeirra eru án efa hestamenn en þrátt fyrir það á ekki að dæma hestamenn alla fyrir svarta sauðinn því það eru góðir og slæmir menn í öllum hópum.
Veistu ég nenni ekki að reyna að útskýra meir,(en eg geri það einu sinni en) en þú hefur farið uppí hesthúsin rétt hjá Hvaleyrarvatni þar sem nýju hesthúsin eru. Bílinn var að keyra frá því svæði þ.e.a.s að hann keyrði inna vegin frá hesthúsunum, líka það, það var HESTAHJÁLMUR í bakgluggandum þ.e.a.s þar sem hátalarar eru alltaf. Ég hef ekki útstrikað alla hestamenn, það eru til menn í báðum íþróttum sem eru fífl, ég var að hjóla með mönnum bara seinast fyrir 2 dögum og þeir brunuðu bara framhjá 4 hestamönnum á baki, ég stoppaði reyndar og einn annar vinur minn og drap á vélinni. það er bara það að ég hef lennt í svo miklu frá hestamönnum á svo stuttum tíma. ég er 16 ára og hef verið í þessu sporti í 3 ár.
0