ég ætla að segja ykkur frá Krossu minni…
þegar hún var 1 vetra trippi fékk ég að velja nafn á hana.
ég gaf henni nafnið Krossa en það var árið 2001
mér þótti hún ýkt falleg enda stór og stælt meri.
og árið 2002 þegar ég var í réttum var einhver kall að reina að kaupa hana og ég átti sko ekki að heira þetta en allavegana þá sagði han að hann ætlaði að gefa dótturdóttir sinni hana í jólagjöf. ég var náttúrulega alveg ýkt ánægð og mér þikir ýkt vænt um hana krossu mína.
haustið 2003 kom hún ekki af fjöllum í réttir og hún var týnd í 4 vikur eða þar til að hún skilaði sér sjálf á næsta bæj við sveitina mína.
en þessar 4 vikur var ég mjög hrædd og borðaði næstum ekkert.
Árið 2004 var hún sett undir hest og varð geld sem mér þóti mjög sörglegt því að hún er svo falleg og vel ættuð og ég myndi geta grætt fult á því að selja það (þótt ég myndi nú líklega ekki gera það)
þannig að hún var sett með geldhryssum og trippum á tún yfir veturinn þar sem ég hæddi hana að mér og nú þykir henni ýkt vænt um mig og næstum stekkur í fangið á mér þegar hún sér mig.
og í réttunum þá kom hún strax til mín þegar búið var að draga hana inní dilk og ég strauk hana og klappaði á staðnumsem henni fynnst þægilegast.undir faxinu. en núna er hún líklega filfull og ég er bara voða spennt.
ef þið verðið að skrifa eitthvað ljótt um hana sleppið því þá!!!