Smá leikur Jæja, ég startaði þessum leik rétt fyrir jól 2003 og nú finnst mér tími til kominn að áhugamálið lifni örlítið til lífsins.

Leikurinn gengur út á það að afla sér upplýsinga um hesta sem nefndir eru til leiks. Svo ég vitni nú í sjálfa mig
Hann [leikurinn] er þannig að ég byrja og segi einn þekktan hest og segi allt sem ég veit um hann. Síðan nefni ég einn hest og það er ykkar verkefni að finna upplýsingar um hann og senda hingað. Hægt er að fá upplýsingar á eidfaxa.is, 847.is og hestur.is svo eitthvað sé nefnt.

Seinasti leikur endaði á Heklu frá Heiði, þannig að ég byrja bara á henni.

IS1996286258 Hekla frá Heiði, Rangarárvallahreppi.
Jarpstjörnótt, fædd Páli Melsteð, Seltjarnarnesi, en fór til Halldórs Melsteð, Reykjavík, árið 2000.

Ætt:
F: IS1990186250 Elrir frá Heiði
FF: IS1968157460 Hrafn frá Holtsmúla
FM: IS1982236007 Selja frá Hreðavatni

M: IS1993286254 Heiða frá Heiði
MF: IS1990125299 Heiðar frá Meðalfelli
MM: IS1990286254 Gola frá Heiði.

Sýningar:
Sýning 6 vetra 2002, Vindheimamelum, Landsmót [m1682-2.6]; 1. verðlaun; aðaleinkunn 8,48; gerð 8,02; kostir 8,78. Sundurliðun: höfuð 7,0; fram 8,0; prýði 8,0; aftur 8,5; samræmi 7,5; fætur 8,5; liðir 8,0; hófar 8,5; fet 6,0; tölt 10,; brokk 9,0; skeið 5,0; stökk 9,0; lund 10,; reið 9,0; hægatölt 9,5; hægastökk 8,0.

Næsti hestur er Geysir frá Sigtúnum.

Kv. torpedo