Hér með ætla ég að svara öllum, ekki bara kaffibaun.
Á Íslandi ríkir á langflestum stöðum bann við lausagöngu búfjár, þ.e.a.s. að allt fé, hvort sem það heitir Skjóni, Búkolla eða Botna, á að vera innan fjárheldrar girðingar og ekki að slæpast á vegunum. Þá eru einkavegir ekki meðtaldir, heldur bara þeir vegir sem Vegagerðin sér um. (Allir línuvegir frátaldir.)
Ef einhvers konar dýr verður valdur að slysi í umferðinni, eins og er verið að tala um hér, þá skal eigandinn borga tjónið, vegna þess að dýrið var að ,,brjóta lögin“ um lausagöngu. En það þýðir ekki að fólk geti keyrt á 150 og fengið svo skaðann bættann ef það klessir á eitthvað. Vegfarendur þurfa líka að fylgja lögum um hámarkshraða og þetta er líka gamla, góða Ísland - það fylgir því að dýr hendi sér yfir girðingar til að prófa grasið hinu megin.
Þetta er bara einhver ,,tendens”, fólk ergir sig yfir lausagöngu búfjár en yfirvaldið gerir ekkert í hlutunum, setur lög en hjálpar fólki ekkert með girðingarnar.
Svo eru líka til dæmi um það að vegir deili beitarsvæðum í hluta, t.d. ný brú yfir Þjórsá. Beitarsvæði Þjórsártúns hefur verið skipt í hluta með veginum, nýjar girðingar girtar og ræsi lögð undir vegin til að búfé komist á milli staða, án þess að stökkva á veginn. Þetta mætti gera á fleiri stöðum, t.d. þar sem kúarekstur fer fyrir veg.
Þetta er því allt spurning um fjármagn bændanna, og ekki þekki ég marga bændur sem gjörsamlega vaða í peningum og hafa allar girðingar í lagi. Förum því varlega og hættum þessum ,,töffaraskap" með því að spýtta í.
Kv. torpedo