Rökkvinn minn er fæddur 5 maí 2001 og ég hef átt hann síðan hann var í kviði móður sinnar. Þannig stóð á því að árið 2000 í maí var Smári frá Skagaströnd á reiðhallarsýnningu í fáki í Víðidali þar sem hann sló eftirminnilega í gegn. Eftir sýnningunna var hann að fara aftur norður en kom við í Gusti og hitti þar móður Rökkva náttarsdótturinna Rán frá Langholti. Ári síðan fæddist Rökkvi 5 maí nokkuð snemma greyið litla. Hann gekk með móður sinni til áramóta en var svo fluttur með systur sinni annari Smáradóttur suður í hesthús í Gusti. Þegar hann kom var hann óttarlega lítill og ræfillslegur greyið en hann var mjög ganggóður. Hann gerir ekkert annað en að tölta ef hann er örlítið sveigður og annas brokkar hann bara dúnmjúkt.
Mamma hans Rán var mjög falleg hefði fengið 1 verðlun fyrir byggingu en það var ekki hægt að sýna hana því hún var mjög skeiðaginnn hún lærði þó að brokka og tölta svolítið og gerði eiginnlega ekkert nema skeiðlulla undir sjálfum sér. En hún var mjög geðgóð og hún var líka sjálftaminn sem þýðir að þegar hestur er sjálftaminn er hann bara alveg ótrúlega fljótur að temjast.
Allaveg Rökkvi var inni allan folaldsveturinn og var svo geldur um miðjan maí þá var honnum síðan slept út. Um haustið í Oktober var hann svo settur á útigang því hann var orðinn rosalega horaður.svo sumarið 2003 var hann bara úti í mýri. En í desember 2003 var hann tekinn inn og þá var sko dekrað við hann var með sér 2 hesta stíu 2 vetra folinn og fékk að éta svona 8-9 kg af heyi. Einnig fékk hann grasköggla og vitamin þetta á efldist hann mikið en stækkaði er mjög mikið ég kenndi honum líka mikið að teymast utan á gjörð og hendi hann líka að láta taka upp á sé lappir og svona.
Rökkvi fékk oft að fara utan á hesti út í risastórt gerði og leika sér þar og þá bráu þeir sér á leik og hlupu eins og þeir ættu lífið að leysa. Svo um miðjan maí fór hann til dýralæknis fór til Björgvins og fékk orma og lúsasprautu og svo var honnum sleppt út á Eyrarbakka sem er rétt hjá Selfossi. Og nú er komið að tamningaraldri á honum. Hann er nú á fjórða vetri og þá er bara komið að tamningunni á honnum. Já ég hitti hann Rökkva minn 24 október og hann var bara sæmileg feitur greyið þá tók ég hann og hann fór í annnað beitiland hann var voða þægur allveg taminn, maður gekk bara að honum setti á hann múl og teymdi inn á hús og svo var hann bara teymdur út í næsta haga.
Þetta sannar það hvað það er hentugt að taka folöld inn folaldsveturinn og venja þá við manninn þetta er svo svakalega mikill tamning fyrir þau bara að teyma, spekja og taka kannski upp lappir á þeim því að ef þau eru tekinn inn án þess að hafa ekki fengið neina umgengni frá manninnum nema kannski við ormalyfsgjöf þá munnar þetta mikilu. Annas fer venjulega 1 mánuður í það að hesturinn fer að treysta manninnum fullkomlega(það er nú samt mjög misjfnt sumir treyst manni aldrei).
Já en allveg þá er ég mikið búinn að hugsa hvernig að það hvað væri best að gera til að hann Rökkvi minn stækki sem mest og eflist? Hvort sé betra fyrir hann þá að vera tekinn inn eða hafður á útigangi? Einnig hef ég heyrt það að tryppi þroskist mikið og hafi meiri list ef þau er rökuð hann er nefnileg voða loðinn fer seint úr hárum og verður voða skrítugur.
Já ég vona að einhver nenni að lesa þetta og svara spurningum mínum.
“…Guns is still close to my heart, I'm loyal to the day I die, I suppose.”