Jæja, ég ætla hérna að gefa upp smá lífsögu ;)..

Ég hef nú verið óheppin, hef lennt í því að vera vandræðaleg gera hitt og þetta, en þetta, ástæðan fyrir því að ég setji þetta hér inn, er þegar ég fór fyrsta skiftið á Hestbak sem var nú bara nú í sumar.

Ég fór í sumarbúðir með frænku/vinkonu minni í sumar á Hvanneyri, Við þurftum að velja eitthvað til þess að fara í, Íþróttir, Leiklist og svoleiðis, svo voru Hestar líka, og Frænka mín Frábæra frekjaðist til þess að fara á þetta hestanámskeið, og ég auðvitað var forvitin að fá að vita hvernig þetta var.

En jæja, þegar námskeiðið byrjaði, þá fórum við með nokkrum öðrum krökkum í bíl til þess að keyra eitthvað útí sveit. Þegar við komum þangað og Konan var byrjuð að halda ræðu og sagði síðan “ rétt upp hend sem eru varnir hestum” Þá réttu barasta allir upp hendina, nema ég! Þá sagði hún að ég þyrfti að fara á Sokka! Jæja, ég tók því bara vel.

Svo áttum við eitthvað að fara í einhverja hringi, læra að stjórna hestinum, og allir gerðu þetta eins og þeir höfðu gert þetta alla æfi, á meðan ég sat þarna á hestinum með bandið í höndunum og Sagði “Labba Hestur, LABBA” sagði þetta svolítið oft þangað til að auðvitað þessi frænka mín fór að hlæja og sagði mér að ég ætti að sparka svolítið í hestinn, svo að hann myndi fara af stað, það virkaði bara ágætlega, og hesturinn gekk af stað, löturhægt!

Svo fórum við í Reiðtúr! Ég þarna rosalega spennt, ég meina, VÁ! ég á Hestbaki, þetta er nýtt. en jæja, Við vorum búin að labba svolítinn spöl og ég fattaði að allir NEMA ÉG, voru þarna í hóp, uss, þetta var ekki gott, ég alein, hafði engan til þess að tala við og ég var að missa sjónar af þeim. Jæja, ég mundi að frænka mín hafi sagt að e´g ætti að sparka bara aðeins í hann svo hann færi af stað og ég hugsaði hvað ef ég geri það tvisvar?.. Gerði aftur, jæja, Hesturinn Fór nú á sama hraða og hinir og var nú samt eginlega á hlaupum. En ég var ekkert að ná þeim á þessum hraða, svo ég sparkaði í 3 skiftið, Stökk þá ekki Hesturinn afstað á fleygji ferð, ég missti auðvitað allt úr höndunum, og fæturnir úr ístæðunum og ég veit ekki hvað og hvað, bara það að ég barðist um það ð halda mér á baki, sem gekk bara ekki rosalega vel, og það skánaði nú ekki að hesturinn snar stoppaði ALLTÍEINU, og ég flaug beint framfyrir mig!…

Þetta, er mín fyrsta reynsla á hesti og þó að ég hafi ekkert á móti Hestum, þá get ég sagt það að ég fer ekki sjálfviljug aftur á hestbak!!