Blessuð
Að morgni þann 26.05.04 kom amma inn til mín og kyssti mig afmæliskossi og sagði mér að afi biði eftir að ég vaknaði og þau væru með smáræði handa mér vegna dagsins.
Ég reyndi að koma mér á fætur þrátt fyrir þreytuna sem leggst yfir mann í seinni lotu sauðburðar.
Þegar ég kom fram fékk ég hamingju óskir frá afa og hann sagði að það væri kort á borðinu til mín. Kortið stóð ásamt nýafskornum rósum á borðinu og grunlaus tók ég kortið upp, hélt að það leyndist smá aur í bréfi sem þau væru að lauma að mér fyrir hjálpina og láta það heita sem afmælisgjöf. Ég settist niður og byrjaði að lesa. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á þessu svo ég las bréfið aftur en það var sem ég hélt, þarna var ritað að nú væri ég orðin eigandi að tveggja vetra meri henni Bylgju frá Miðfelli sem er undan Núma frá Þórólfsstöðum og Kviku frá Miðfelli og heillaóskir um að þetta yrði góður stofn að ræktun minni. Þegar ég leit upp frá bréfinu voru komin tár fram og sá ég þá einnig glottið á afa. Ég kúsaði hann þrisvar sinnu og ég held bara að gamli maðurinn hafi orðið hrærður líka og hvorugt okkar sínir þessar tilfinningar oft.
Kvöldið áður fórum ég og afi að kíkja á tryppin og hafði ég þá einmitt á orði hvað Bylgja væri orðin myndarleg. Dökkrauð með mjög fallegan feld og byggingu og sýnir flottar hreyfingar og fas.
Þó að ég sé nú ekki neitt voða gömul þá hef ég nú verið nokkur ár í kringum hesta enn aldrei átt sjálf. Alltaf riðið hestum frá öðrum og þjálfað. Ég átti engan vegin von á því að ég myndi eignast hest á næstunni og hvað þá með þessum hætti. Ég hef aldrei fengið neitt upp í hendurnar áður og því held ég að viðbrögð mín séu skiljanleg. Þegar ég sagði við afa að þetta væri svo stór gjöf, sagði hann að ég ætti þetta allveg inni fyrir hjálpina í sauðburðinum og í hestunum síðustu ár en ég trúi því varla ennþá að ég sé orðin hesteigandi og geti vonandi byrjað á minni ræktun og að stofnin komi frá hestamanni sem ég ber mesta virðingu fyrir, honum afa mínum.
Jæja núna er nóg komið að væmninni nú er bara að hlakka til að geta byrjað en því miður verð ég að bíða í tvö ár eftir því.
Ég hef ákveðið að frumtemja hana ekki sjálf heldur að fá fagaðila til þess svo hún fái góðan grunn og ég klúðri engu svona í byrjun.
Svo stefnan bara sett á dóm og ef allt gengur að óskum þá láta fylja hana um svona 6-8 vetra.
Ef þið mælið með einhverju góðum tamningarmanni sem hefur lof á sér og þá sértstaklega í frumtamningu endilega látið í ykkur heyra þó langt sé í þetta ennþá.
Svo fyrir ykkur sem leiddist að lesa þessa grein þá var hún skrifuð fyrir mig og til að það komi inn einhverjar nýjar greinar hér inn. Vonandi eruð þið samt í minnihluta og einhverjir haft gaman af lesningunni. Svo vinsamlegast sleppið öllu skítkasti um málfar og stafsetningarvillur.
Takk fyrir mig
Disav