Þessi grein er svolítið stutt en það ætti að vera í lagi, fannst vera byrjað að
vanta nýtt efni hér á hestum! :)
Árið 2001 vann ég í stuttan tíma á dýralæknastofu í Iowa, Bandaríkjunum.
Þar kynntist ég yndilegum hesti að nafni Bill. Bill var (og er ) Belgískur
vagnklár! Bill var í eigu Amish fjölskyldu og hafði aldrei á ævinni verið í
kringum bíla eða nokkuð sem gæti kallast nútímatækni ef þið skiljið hvað
ég meina. Hann vann við að plægja akrana og draga kerrur! Honum var illt
í maganum og mátti ekki fá neitt að borða svo að læknarnir gætu komist að
hvað það var sem hrjáði aumingja Bill. Ég fékk það verkefni að fara í
göngutúra með hann. Bill greyið sem ekkert hafði fengið að éta í 2 daga
var auðvitað glorhungraður, sá og fann lyktina af grænu og safaríku
grasinu, stefni náttúrulega beint á það og dró mig á eftir sér. Ég mátti
aðvitað alls ekki leyfa honum að borða neitt, en það reyndist mjög erfitt að
halda athygli Bill´s við annað en grasið. Hann kippti sér ekki einu sinni
upp við bílana og trukkana sem þutu hjá á hraðbrautinni fyrir neðan. Hann
bókstaflega dró mig á eftir sér og beint út í grasið. Bill er/var alveg
yndislegur, þrátt fyrir óhugnanlega stærð þá er hann einn rólegasti hestur
sem ég hef nokkurn tímann kynnst. ég sem er svo vön litlu íslendingunum
okkar fékk sjokk þegar ég sá hann fyrst, og mér sem fannst allir hinir
hestarnir úti svo stórir. Léttir minn er á stærð við folald við hliðina á
belgíska vagnklárnum. Ég held að það geti allir verið sammála mér sem
hafa kynnst belganum að hann sé ljúfur risi!