Reiðnámskeið eða afþreyinganámskeið
Sæl
Ég hef ákveðið að skrifa smá grein um hugleiðingar mínar um kennslu í hestamensku en vil ýtreka að þetta er mín reynsla og tala ég út frá henni. Þá er ég ekki að leggja dóm á allt og alla heldur einungis mína reynslu.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hestum og því miður voru þeir ekki til á okkar bæ á mínum yngri árum. En afi minn sem bjó nokkuð frá okkur á hesta og hef ég getað farið á bak á sumrin hjá honum. En vegna farlægðarinar var það kanski ekki oft yfir sumartíman.
Ein leið sem á fann til að komast á hestbak var að fara á námskeið. Tvisvar sinnum fékk ég lánaða hesta hjá afa fyrir reiðnámskeið. Einu sinni hjá vinkonu minni og og á einu voru skaffaðir hestar á vegum hestamannafélagsins Smára.
Fyrstu 2 námskeiðin mín sem voru 2 ár í röð voru skrifuð sem byrjendanámskeið og áttu að standa yfir í 2 vikur 8 skipti í senn.
Voru þá 8-12 börn á námskeiði í einu og komu þá á sínum hestum. Það var einn kennari sem er þekkt í Smára og annarstaðar með námskeiðin. Tíminn var 50-60 min. Mér fannst þetta rosalega gaman og naut þess að í botn að vera á baki en gerði mér samt grein fyrir því að ég var komin þarna líka til að læra.
Þriðja námskeiði átti að vera fyrir lengra komna, þá var ég orðin 13 ára. Þá voru lánshestar og ég alltaf jafn ánægð að geta komist á bak og lært í leiðinni. 8 manns voru í 2 vikur sem skiptust í 8 skipti.En nýr kennari var með það og þar var aðstoðarmanneskja með í sum skiptin.
Fjórða námskeiðið fór ég svo á þegar ég var komin með minn hest og farin að ríða frekar mikið út 15 ára gelgja. Þetta átti að vera keppnisnámskeið. Þá var sami kennari og var með fyrstu 2 námskeiðin. Við vorum 8 eða 10 á námskeiðinu þá og í 2 vikur 8-10 skipti á tveimur vikum.
Núna er ég orðin frekar vön og nokkuð eldri og er búin að vera með 2 fola í Víðidalnum til tamningar í vetur. Hef ég verið í einkatímum hjá Huldu Gústafsdóttur meira og minna í vetur að meðaltali 2 í viku.
Þegar ég ber saman mína reynslu þá lít ég á reiðnámskeiðin sem ég fór á á mínum yngri árum sem afþreyningarnámskeið. Að vera einn kennari með 10 krakkar í 60 mínútur getur ekki verið að skila miklum árangri´. 60/10 þýðir að hver nemandi er að fá 6 min. í sinn hlut. Nemandinn getur að sjálfsögðu lært af því að fylgjast með hvað kennarinn er að segja hinum til.
Kennarinn þarf að sjá út færni hvers nemanda fyrir sig og einnig hestsins sem hann situr. Því er það mín skoðun að á hverju námskeiði á að vera hámarki 5 nemendur í einu og veit ég það að margir reiðkennarar setja það sem skilyrði fyrir því að taka að sér námskeið á vegum hestamannafélaga. Ég er bara hrædd um að í hestamannafélugum út á landi sé kæruleysið meira. Þar sé bara verið að uppfylla eitthvert æskulýðsstarf fremur en að hafa það að markmiði að það skili sér í færari félagsmönnum.
Þegar ég byrjaði í einkatímum sá ég það hvað ég átti mikið eftir ólært og ég dreg í mig allan þann fróðleik sem ég get í hverjum tíma. Þarna hef ég líka óskipta athygli Huldu og ég dáist að því í hverjum tíma hvað ég get lært mikið á 45 min. Sérstaklega miða við fyrri reynslu mína á námskeiðum. Auðvitað spilar það inn í að núna fór ég aðeins til að læra en ekki bara að komast á bak.
Ég mæli því með að fyrir ykkur sem eru að spá í að fara á námskeið að velja þau sem er takmörkuð á fjölda og þá helst ekki fleiri en 4-5 nemendur í einu. Þá eruð þið að fá miklu meira út úr tímanum og fyrir peninginn. Það er aðeins dýrara að fara í einkatíma en ég sé ekki eftir því. Bara sparaði fyrir áramót og ákvað að gera þetta svona. Enda held á að það hafi verið árangurríkasta aðferðin fyrir mig og örruglega marga aðra.
Ég minni á að þetta eru hugrenningar mínar og hleyp ég kanski úr einu í annað en ég vona að þið hafið gaman af lesniningunni.
En hver er ykkar skoðun um hámarksfjölda á reiðnámskeiðum sem á að skila einhverju til nemenda en ekki bara að vera afþreying?
Takktakk
Disav