Ég ákvað að skrifa smá grein um Víking frá Voðmúlastöðum, þann mikla gæðing.
Víkingur er fæddur árið 1990.
Hann er rauðblesóttur, glófextur.
Ættir hans eru eins og hér segir:
F:
IS1986161001 Sögublesi frá Húsavík
FF:
IS1981186122 Ljóri 1022 frá Kirkjubæ
FM:
IS1978286105 Saga 5594 frá Kirkjubæ
M:
IS1987284417 Dúkka frá Voðmúlastöðum
MF:
IS1983135004 Þrasi frá Nýjabæ
MM:
IS1981286036 Hrönn frá Holti
Og bestu einkunnir hans svohljóðandi:
Sköpulag: 8,11
Höfuð: 7,7
Háls/herð/bógar: 8,2
Bak og lengd: 8,2
Samræmi: 8,0
Fótagerð: 7,7
Réttleiki: 7,7
Hófar: 9,0
————————————————— —————————–
Kostir: 8,59
Tölt: 10,0
Brokk: 9,0
Skeið: 5,0
Stökk: 8,0
Vilji: 9,0
Geðslag: 8,5
Fegurð í reið: 9,0
Hægt tölt:
————————————————— —————————–
Aðaleinkunn: 8,35
Eins og sést er hann með ótrúlega gott kynbótamat þar sem að hann er aðein 4-gangshestur. Þar á meðal 10 fyrir tölt og hann virðist gefa það áfram þar sem að t.d. Kópur frá Voðmúlastöðum sonur hans er einnig með 10 fyrir tölt.
Víkingur er í eigu: Guðlaugur Jónsson, Hrossaræktars.V-Hún og Hrossaræktunarsamband
Ég hef tamið einn undan Víking og er mjög ánægð með hann, hann var eðlishágengur, klárgengur og með mikinn vilja. Skemmtilegur hestur.