Hæ hæ nú er orðið solldið síðan ég tók inn og er búin að vera að æfa töltið síðan í byrjun janúar. Á tímabili gekk frekar vel það kom tandur hreint tölt inná milli en annas bara rosalega óhreint tölt (en samt ekki lull) en ég meina samt tölt sem eru framfarir….. En núna nýlega er hann alveg farinn fjandans til og farin að valhoppa eins og eikkur asni og ef ég hvet eða tek í taumana eða slaka taumunum þá fer hann bara uppá stökk :oS. Hann hefur alltaf verið með geggað brokk, mjúkur og flottur. En í gær var ég að æfa fyrir keppni sem verður í dag (24. apríl) en ég kom horum hvorki á tölt né brokk. Mér brá so hræðilega ég reyndi allt sem ég kunni til að láta hann brokka en hann bara brokkaði ekki með mig á baki !!! ég slakaði taumunum alveg niður (aþí að hann er eðlis brokkari), fór í hálf létta ásetu, nánast lagðist á hann…. reyndi allt en hann valhoppaði bara og þegar ég gerði eikkað þá fór hann uppá stökk……. ég náði rétt so nokkrum brokk töktum í honum en ekkert meira en það…. þannig að ég fór af baki og lét hann brokka við hliðina á mér og það nátla ekkert mál, brokkaði eins og engill liftur og allez !!! So fer ég aftur á bak og þá er það sama sagan. Ég ákvað að æfa stökkið bara aðeins fyrst þetta var ekki að ganga. Það gekk mjög vel fallegt, rétt stökk bæði uppá hægri og vinstri hlið. So æfði ég smá fet smá stökk aftur og beint af stökkinu niðrá brokk og þá gekk bara frekar vel. Þá var ég reyndar búin að gera nokrar tegju æfingar og svoleiðis. Á leiðinni heim (ég var að æfa á hringvelli)var hann á fljúandi brokki geggað flottur !!! Þegar við komum í hesthúsið tegði ég vel á honum allar fætur og hálsinn leyfði honum að velta sér aðeins gaf honum kögla og kemdi hann vel (hann var geggað sveittur)og setti á hann ábreyðu. Ég er rosalega hrædd um að hann fari að taka upp á því að hætta að brokka og tölta og í staðin fari hann að valhoppa og lulla (það hefur samt ekki komið framm neitt lull í honum, enþá). Hvað get ég gert ???? Mér dettur ekkert meira í hug hvað ég get gert til að hann brokki ef hann gerir þetta aftur !! Hvernig er hægt að venja hest af valhoppi ????
Hann er mjög klárgengur. Járnaður 8 framan og 10 aftan. Ef þið vitið um eikkur ráð þá endilega svaðiði !!!!!
kv.
~♥~KareN~♥~

ps. ef þið hafið ekkert vit á hestum ekki svara & plís ekki koma með eikkur leiðindi !!!!!