Komið sæl!
Ég á í smá vandræðum með einn 5.vetra hest og langar mig að leggja þetta vandamál fyrir ykkur kæru hestahugarar.

Þetta er mjög fínn hestur og miðað við það hversu litla tamningu hann hefur fengið að þá ætti ég ekki að vera að kvarta. Hann er mjög þægilegur og auðveldur í umgengni en hann er viljugur og alls ekki fyrir byrjendur þó hann sé mjög traustur og góður hestur (sértaklega miðað við litla tamningu).

Aðalvandamálið er hins vegar það að hann er farinn að taka upp á þeim ósið að slá upp undir sig þegar maður leggur á hann og þetta er eitthvað sem hann hefur aldrei gert áður og auðvitað fórum við og létum athuga hvort hesturinn væri með hlandstein eða eitthvað annað sem reyndist ekki vera. Svo upp úr þessu þá tók hann upp nýjan ósið, að standa ekki kyrr og bakka þegar maður ætlar á bak… og þetta er eitthvað sem er algerlega nýtt í þessum hesti þar sem hann hefur alltaf staðið kyrr þegar farið er á bak. Ég hef reynt að fara á bak þar sem hann er næstum króaður af en þá sníst hann bara í hringi, en á endanum stendur hann kyrr og þá leyfir hann manni að fara á bak án þess að hreyfa sig og hann ríkur heldur ekki af stað eins og sumir um leið og maður er kominn á bak.
En þetta vesen sem er á hestinum þegar maður er að fara á baka er mjög þreytandi og leiðilegt og það skiptir mjög miklu máli að hesturinn standi kyrr þegar farið er á bak. Getið þið gefið mér einhver góð ráð við þessum vanda? Það væri æðislegt að fá einhver ráð um æfingar eða eitthvað sem getur hjálpað.
Kv. Animal