Skýringar með fornum reiðleiðum eftir Örn H. Bjarnason


Hér koma skýringar með þeim greinum um fornar reiðleiðir sem ég hef verið að skrifa og birta á árunum 2001-2004 m.a. hér á “Hugi.is” Þær hafa verið í vinnslu óbeint frá því ég var sendur í sveit 9 ára gamall að Hæli í Flókadal í Borgarfirði.

Markvisst byrjaði ég svo að kynna mér fornar reiðleiðir hér á landi sumarið 1984 og þá með ferðalögum á hestum.

Árið ca 1993 byrjaði ég að skrá á skipulegan hátt orðréttar tilvitnanir í ýmsar bækur gamlar og nýjar sem fjalla um þetta efni. Ég hugðist reyna að gefa út þessar tilvitnanir og taka þá fyrir hverja sýslu fyrir sig. Uppsetningin var þannig að ég hafði hverja sýslu sér og síðan nafn á reiðleiðum eða heiti á hinum ýmsu reiðgötum eftir stafrófsröð. Talvan auðveldaði mér mjög vinnslu alla og virkaði í raun eins og spjaldskrá nema hvað vinnslan í tölvu er mun þægilegri.

Ég studdist líka mjög við gömlu herforingjaráðskortin sem gefin voru út í byrjun 20. aldar í mælikvarðanum 1-100000 sem og önnur kort sem mér tókst að nasa uppi.

Ég reyndi að vekja áhuga fólks á þessari hugmynd mínni en það virtist enginn skilja hvað ég var að fara. Út af þessu neyddist ég til þess að skrifa mínar eigin greinar byggðar á þessum tilvitnunum, reynslu minni úr hestaferðum og ýmsum persónulegum minningum bæði frá fyrri tíð og eins frá ýmsum ferðalögum á hestum. Ég ætlaði í upphafi alls ekki að hafa sjálfan mig svona inni í myndinni en neyddist til þess.

Hvað varðaði birtingu á þessu efni þá kom netið eins og himnasending. Ef ég hefði eingöngu verið háður blöðum, tímaritum og Ríkisútvarpinu hefði mér ekki tekist að birta nema svona 5-6 af þessum greinum. Ég hefði líka allt eins hreinlega gefist upp vegna þess hvað píslarganga milli ritstjóra er lýjandi til lengdar.

Núna er ég hins vegar búinn að birta 28 greinar bæði í blöðum, tímaritum og Ríkisútvarpinu og svo á netinu mjög víða.

Ef netið hefði ekki komið til sögunnar hefði ég sjálftsagt brunnið inni með mest allt af þessu ef ekki allt. Sumir myndu sjálfsagt segja að það hefði ekki gert neitt til. Ég og börnin mín og barnabörn við erum hins vegar ekki sammála því.

Svona er þetta nú.

Kveðja,
Örn H. Bjarnason
Kt.131137-2499
Hraunbæ 107 D
110 Reykjavík
GSM:866 4640
Heimasími.557 1930