Í Bandaríkjunum, nær tiltekið í suður- og miðríkjunum ríkir mikið vestra menning í reiðlistinni. Þar er enska reiðlistin lögð til hliðar og tekin upp eins konar vinnustíll, þ.e.a.s. þetta kemur allt frá þeim tíma þegar allir gerðu allt á sínum klár en að sjálfsögðu voru engir bílar. Þá var allt gert á hestum, hvort sem það var að fara í kaupstað eða smala stóði eða flytja kúahjarðirnar á beit yfir sumarið.
Þessu stíll er ennþá notaður en þó í miklu minna mæli og auðvitað hefur bílinn fengið stórt hlutverk í bústörfunum þarna vestra. Hrossin eru samt alltaf jafn vinsæl en þau sækja mikið í sig veðrið við ýmis sýningarhöld og keppnir. Hér koma svona helstu keppnisgreinarnar:
Roping: Á íslensku myndum við kalla þetta “snörun”. Roping gengur út á það að maður er á sínum hesti inni á stórum velli og maður á að snara kálf og fella hann á sem stystum tíma. Sá sem er fljótastur vinnur! Einfalt og gott. (Yeah, right!)
Barrel-racing: Tunnu-hlaup hafa margir séð í sjónvarpinu, og margar þessara greina. Þá eru t.d. þremur tunnum stillt upp á vellinum og maður á að ríða á sem stystum tíma einhvern fyrirfram ákveðinn hring. Þarna skiptir hraði og snerpa miklu máli og beygjurnar á hestinu þurfa sko að virka. Virkilega gaman að fylgjast með þessu.
Western-pleasure: Þetta líkist mest íslenskum keppnum. Margir keppendur eru inni á vellinum í einu og er sýndur knapi og hestur og hvernig þeir taka sig út saman. Bæði er gangur hestsins dæmdur og áseta knapans. Einnig skipta reiðtygin og klæðnaður knapans máli.
Cutting: Ég held þetta sé efiðasta greinin. Þá fær maður hjörð af kvígum/kálfum og á að skilja einn úr til þess síðan að halda honum frá. Bara mjög vanir hestar geta verið með í þessu því þeir þurfa sjálfir að loka “útgönguleiðunum” sem kálfurinn eini hefur til að komast aftur í hjörðina.
Reining: Reining er eins konar fimi því maður á að sýna allt sem í hestinum býr, s.s. afturfótasnúninga á milljón og “slide-stop” sem reynir mjög á afturfætur hestsins. Þá er hann látinn hlaupa og renna á afturfótunum til að stoppa. Það er virkilega gaman að fylgjast með knöpunum sem eru virkilega flinkir sumir hverjir. Í reining er mjög mikilvægt að hrossið kunnið að víkja undan taum, það er að maður snerti háls hestsins með taumnum og hann víkur undan. Ég veit alla vega að merin mín myndi ekki geta það út af öllu faxinu. :)
Pole-bending: Pole-bending er ekki ólíkt tunnu-hlaupi en þar er sikk-sakkað milli 6 staura á sem skemmstum tíma. Þar keppa tveir á móti hver öðrum eins og í tunnu-hlaupinu.
Flag-race: Fána-hlaup er sniðug íþrótt sem reyndar er hægt að gera líka í enskri reiðlyst. Þrjá tunnur eru í tígulformi og á maður að spretta að fyrstu tunnuni og grípa þar fána, spretta án stopps að næstu og setja flaggið þar í tunnuna og spretta síðan út fyrir seinustu tunnuna og í mark.
Jæja ég vona ykkur hafi líkað lesningin, hér er örlítið lesefni í viðbót:
http://www.asgra.org/events/
http://www.aqha. com/
http://www.apha.com/
-Torpedo