Vona að þetta gagnist einhverjum og bætist í reynslubankann hjá hinum :)
- Ríða þannig að mestu styrkleikar hestins fái að njóta sín og reyna að fela alla veikleika.
- Vertu komin(n) á staðin á réttum tíma og vertu búin(n) að hita upp að þér finnst nóg þegar að röðin en komin.
- ATH. Veru búin(n) að finna þá hlið hestsins sem er veikari og í nær öllum tilvikum er best að ríða hæga töltið á lakari hliðinni.
- Skoða völlinn vel áður en keppnin hefst svo að brautin komi ekki á óvart.
-Ríddu rólega að upphafsstað helst á hægu tölti, athugaðu í hvernig hrossið er.
-Í hraðaaukingu er best að halda sig á ytri helming brautarinnar og þegar það er beygt er svo riðið inn, beygjurnar verða mýkri.
-Ekki fara yfir á þann hraða sem hesturinn ræður varla við, betra er að hrossið sé á hægari hreinum gangi í yfirferð frekar en hröðum og ójöfnum.
-Halda alltaf sama hraðanum og auka jafnvel smá ef hesturinn ræður við hraðann.
-Hugsaðu vel um að hrossið haldi taktinum.
Þetta eru svona aðalatriðin í stuttu máli.
Gæti skeð að ég kæmi með það helsta fyrir 4- og 5 gang ef að það er einhver sem hefur not fyrir.
Með bestu kveðju:
Exciting
Með bestu kveðju: